pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Be the change you want to see! WM 2014

Pétur Björgvin @ 13.13 16/6

Kæru fótboltaunnendur. Ég er ekki hrifinn af því að liðum þjóða sé att saman. Það hryggir mig hversu mörg mannréttindabrot tengjast leikunum í Brasilíu. Því hef ég ákveðið að hvíla mig á Facebook, horfa hvorki á sjónvarp né nota samfélagsmiðla þar til að leikarnir eru yfirstaðnir. Ég logga mig út. Áfram…

Samtals 88 umsóknir frá 20 konum og 25 körlum

Pétur Björgvin @ 14.26 13/6 + 3 ath.

Þjóðkirkjan er rík. Fullt af hæfileikaríku fólki er tilbúið að takast á við þær áskoranir sem embætti prestsins hefur að geyma. Á síðustu mánuðum hafa 20 konur og 25 karlar skilað samtals 88 umsóknum um þau tíu embætti sem biskup Þjóðkirkjunnar hefur auglýst laus til umsóknar. Áfram…

Af umsækjendum og embættisveitingum

Pétur Björgvin @ 06.24 5/6

Um þessar mundir er óvenju mikið af lausum embættum í Þjóðkirkjunni. Ég virðist hafa gert það að sérstöku áhugamáli mínu að fylgjast með kynjahlutfalli í því samhengi og ætla mér að halda því áfram. Í því samhengi hef ég skrifað nokkrar færslur hér á annál. Því skal fram haldið í dag. Áfram…

Þrjár konur, tveir karlar, ein staða auglýst aftur

Pétur Björgvin @ 11.51 4/6

Síðustu vikur hef ég verið að leika mér að því að fylgjast með kynjahlutföllum í embættisveitingum Þjóðkirkjunnar. Í dag er staðan sú að eitt af embættunum hefur verið auglýst aftur, konur hlotið þrjú embætti og karlar tvö. En leikurinn er rétt að byrja. Áfram…

Dem Fremden ein*e Freund*in sein

Pétur Björgvin @ 08.45 3/6

haende

Copyright: Jürgen Braun

In einer Klassenarbeit (evangelische Religion, Klasse 7) stellte ich die folgende Aufgabe: “Stell dir vor: Ein junger Mensch aus Guatemala zieht mit seinen Eltern nach Deutschland um. Sie sind deine neuen Nachbarn. Du möchtest diesem jungen Menschen helfen. Beschreibe wie du (und deine Familie oder Freunde) helfen kannst.”

Wie so oft kamen sehr unterschiedliche Antworten von den Schülern und Schülerinnen. Aber die folgende Antwort hat mich sehr beeindruckt (in O-ton):

Ich werde vielleicht einen Kuchen backen und die Familie oft besuchen. Ich werden dem Sohn helfen damit er sich im Alltag und in der Schule zurecht findet. Ich werde ihn beschützen / verteidigen wenn er beleidigt wird. Ich werden mir gespannt die Geschichten anhören die die Familie von zu Hause (Guatemala) erzählt, und werde eine Freundin für ihn sein.

Danke Jürgen Braun für das schöne Bild, das ich hier veröffentlichen darf.
Tæpitungulaust

Pétur Björgvin @ 05.56 28/5

Margt virðist benda til þess að íslamfælni fari vaxandi á Íslandi, jafnvel framandifælni (xenophobia). Þess vegna er um svo mikilvægara að forystufólk allra stjórnmálaflokka – sama hvar þeir eru á landinu – taki afdráttarlaust afstöðu gegn málflutningi þeirra sem tala niður til trúarhópa eða á annan hátt sýni rasíska afstöðu með málflutningi sínum, þögn sinni eða verkum. Við þá vini mína og fjölskyldumeðlimi sem eru flokksbundin í Framsóknarflokknum vil ég segja: Vinsamlegast gangið úr flokknum ef forystufólk hans í ykkar heimabyggð talar ekki tæpitungulaust gegn þessu hatri sem kynnt er undir með málflutningi forystunnar í borginni og þögn forsætisráðherra.
(Fyrst birt á Facebook síðu minni 27.5.2014).

Tvö – Eitt fyrir konunum

Pétur Björgvin @ 17.11 26/5 + 1 ath.

[Uppfært 2. júní]

Það er á engan hátt sanngjarnt gagnvart fólki að flokka það eftir breytunni karl vs kona. Áfram…

Kynjahalli í kirkjunni

Pétur Björgvin @ 16.32 12/5 + 2 ath.

Ég er karl. Sem karl hef ég oftar en mér er ljóst átt þátt í því að auka kynjahalla kirkjunnar. Eina sem ég hef stundum þurft að gera var að mæta á fund eða taka að mér hlutverk innan kirkjunnar og viti menn: Körlunum í viðkomandi samhengi fjölgaði og kynjahallinn jókst. Samt finnst mér alveg ágætt að vera karl og ég held að ég sé ágætis karl. Áfram…

Menningarstefna Akureyrarbæjar 2013 til 2018

Pétur Björgvin @ 14.53 23/4

Mér þóttu það ánægjulegar fréttir að bæjarstjórn Akureyrar hafi á fundi sínum þann fyrsta apríl síðastliðinn samþykkt nýja menningarstefnu fyrir bæjarfélagið. [Aðgengileg á vef Akureyrar] Þar með er tekið mikilvægt skref í átt að frekari uppbyggingu menningar í víðum skilningi þess hugtaks á Akureyri og sú vinna sem fram hefur farið síðustu ár, að hluta með þátttöku almennings, loksins að skila sér í pólitískum ákvörðunum. Nú er bara að vona að stefnan reynist ekki aprílgabb og að starfsfólk Akureyrarstofu hafi andrými til að kynna stefnuna fyrir íbúum bæjarins. Áfram…

Að halda andlitinu

Pétur Björgvin @ 16.23 16/4

Dag einn fóru líkamshlutarnir í andlitinu að rífast. Augun hófu rifrildið. Þau kvörtuðu undan því að þurfa að sætta sig við það að vera staðsett í skugga augabrúnanna. Augun töldu að þar sem þau væru gluggar sálarinnar og það væri þeirra hlutverk að sjá það sem framundan er og gefa upp stefnuna væru þau mikilvægust og ættu því að vera efst. Áfram…

Fjárhagsáætlun ESB 2014

Pétur Björgvin @ 08.36 15/4

Fyrir þau sem hafa gaman af tölum: Fjárhagsáætlun ESB fyrir árið 2014 hljóðar upp á 135,5 milljarða Evra. Þar af koma tæplega 20% frá Þýskalandi eða um 27 milljarðar, því Þýskaland eins og öll önnur ESB lönd fjármagna stærstan hluta starfsemi ESB. Þær greiðslur eru í hlutfalli við íbúafjölda og verga landsframleiðslu. Sú fjármögnun er um það bil 3/4 af því fjármagni sem ESB hefur til umráða. Restin kemur aðallega úr tveimur áttum: Annars vegar vegna tolla sem lagðir eru á vörur sem fluttar eru inn til ESB landa frá löndum sem hafa ekki tollasamkomulag við ESB og hins vegar fær ESB fastan hluta af virðisaukaskatti sem innheimtur er í hverju landi fyrir sig. Stærstu útgjöldin snúa að stuðningi við dreifbýlið og þá annars vegar beint vegna landbúnaðar (39%) og hins vegar vegna kerfisuppbyggingar í dreifbýlinu (34%). Þá fara 13% í rannsóknir og tækni, 6% í utanríkismál, 6% í eigin stjórnsýslu og 2% í öryggismál og samstöðumál. [Heimild: Das Parlament, Nr. 16/17, 14. April 2014, bls. 9.]

Kvöld í Svarfaðardal

Pétur Björgvin @ 13.06 14/4

Vissulega hef ég sagt það áður. En ég segi það aftur. Eitt fallegast kvæðið eftir Aðalstein afa er ,,Kvöld í Svarfaðardal”. Það er svona:

Hér ilmar blær, hér angar jörð,
hér ómar fuglakliður.
En fannir þekja fjallaskörð
mig fangar lækjaniður.

Um dalinn áin liðast lygn
um ljósar sumarnætur.
Hér bera fjöllin töfratign
en tárast fjólan lætur.

Ég leit ei fyrr svo fagra sveit
með frjósöm tún og engi.
Í vorsins faðmi vafin reit
hér vildi’ ég una lengi.

Og þessum dal ég get ei gleymt
fyrst gafst mér hann að líta.
Því huga minn um hann fær dreymt
með hnjúka mjallahvíta.

Nú signir dalinn sumarnótt,
nú seytlar lind í hlíðum.
Nú verður dalsins dætrum rótt
í draumaheimi víðum.

Nú þráir fugl að festa blund
og fljót til sjávar hnígur.
En lofgjörð hljóð, um helga stund,
í himingeiminn stígur.

Aðalsteinn Óskarsson (úr: Hugarflug bóndans í Birkimel, LR Prentþjónusta 1996)

Fyrsta árið hjá ejr

Pétur Björgvin @ 07.33 13/4

Í byrjun apríl 2013 hóf ég störf á æskulýðsskrifstofu prófastsdæmis evangelísku kirkjunnar hér í Reutlingen, Suður-Þýskalandi. Starfsstöðin mín heitir á þýskri tungu Evangelisches Jugendwerk Bezirk Reutlingen og er skammstafað ejr. Nú þegar ég hef lokið fyrsta árinu mínu hér [þau gætu orðið fá eða mörg, aldrei að vita hvað mér dettur í hug, en ég er með ótímabundinn samning] finn ég þörf hjá sjálfum mér að segja örlítið frá starfinu sem ég sinni. Árið hefur verið ánægjulegt í alla staði, áskoranir í starfi hæfilega stórar og starfið veitt mér mörg tækifæri til að kynnast nýjum starfsaðferðum og alls konar fólki, langoftast frábæru fólki. Áfram…

Haustkvöld 2067

Pétur Björgvin @ 16.46 10/4

Það er komið fram í október. Rigningin lemur rúðurnar á Birkimel, litlum sveitabæ í Skíðadal. Eldurinn skíðlogar í arninum. Ekki skortir brennivið hjá skógarhöggsfjölskyldunni. Börn Péturs skógarhöggmanns leika sér með þurrkaða húð af birkitrjám þegar Samúel, afi barnanna gengur inn. Áfram…

Prestar óskast

Pétur Björgvin @ 07.27 9/4 + 10 ath.

Ég er þeirrar skoðunar að mannabreytingar (séu þær ekki of örar) feli í sér fleiri tækifæri fyrir safnaðarstarfið heldur en hindranir. Auðvitað fer það þó hverju sinni eftir aðstæðum. Að öllu jöfnu hafa þó prestaskipti meiri áhrif á starfið í söfnuðunum (á neikvæðan sem jákvæðan hátt) heldur en aðrar mannabreytingar innan kirkjunnar, enda hlutverk prestsins og eðli prestsembættisins svipað skipstjórahlutverkinu ef sækja má myndlíkingu í sjómannastéttina.

Öðru hvoru hef ég bloggað um þetta og þó að ég bloggi nú orðið að jafnaði á einu ári jafnoft og hér áður á þremur dögum, þá ákvað ég að skella inn smá pistli um prestaskiptin þessa dagana. Í augnablikinu eru jú 6 embætti auglýst laus til umóknar (jafn mörg og skipað var í árið 2013) og við vitum að þó nokkur eiga eftir að bætast við. [Hér er gott að hafa í huga að vígðir þjónar kirkjunnar eru í raun sárafáir. Þannig höfðu aðeins 190 vígðir þjónar kosningarétt þegar síðustu biskupskosningar fóru fram á landsvísu 2012.] Um leið eru þetta einu embættin sem hafa verið auglýst það sem af er þessu ári og eiga umsækjendur ýmist að hefja störf 1. ágúst eða 1. september. Þetta er í samræmi við 28. mál síðasta Kirkjuþings (sjá málaskrá) sem var vísað til Kirkjuráðs, en þar er stungið upp á því að fardagar presta séu að hausti, þ.e. laus embætti aðeins auglýst á vordögum og að presta hefji störf í nýjum sóknum á haustin. Áfram…

« Fyrri færslur  

© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli