pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« Hannelore List · Heim · Muhammad Yunus »

Radhika Coomaraswamy

Pétur Björgvin @ 22.56 26/6/11

, , ,

Stríð er hörmung sem erfitt er að koma orðum að. Hluti stríðsreksturs víða er að börn eru gerð að hermönnum, þau eru myrt og þau misnotuð. Það var ekki fyrr en fyrir um áratug að Sameinuðu þjóðirnar fóru að reyna að gera eitthvað í málunum. Radhika Coomaraswamy er manneskjan sem fer fyrir því átaki. Að mati Sameinuðu þjóðanna eru um 250.000 börn sett í hlutverk hermanna eða misnotuð í hernaði á einn eða annan hátt. Baráttan gegn barnahernaði gengur hægt en þó virðist miða í rétta átt. Eitt mikilvægt skref er birting lista yfir þá sem misnota börn í hernaði (aftast í þessari skýrslu). Tæplega 150 ríki hafa þegar skrifað undir viðauka við Barnasáttmálann gegn misnotkun á börnum í stríði (Ísland skrifaði undir fyrir 11 árum síðan). Lista yfir svörtu sauðina má finna hér. Endilega kynnið ykkur í þessu samhengi ZERO UNDER EIGHTEEN átakið, t.d. á Facebook. Sjá einnig hér og hér (á þýsku).

url: http://pb.annall.is/2011-06-26/radhika-coomaraswamy/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

pb.annáll.is - » Kenneth Roth @ 27/6/2011 20.51

[...] Eitt af þeim vefsvæðum sem ég heimsæki á hverjum degi er vefur HUMAN RIGHT WATCH. Þar ræður Kenneth Roth ríkjum, eða öllu heldur þar er sagt frá því sem hann og starfsfólk hans kemst að í gegnum rannsóknarvinnu sína varðandi það hvernig ríki eru að standa sig þegar kemur að mannréttindum. Við þurfum á fólki eins og Kenneth Roth að halda í þessum heimi, fólki sem er óhrætt við að beita faglegum, viðurkenndum vinnubrögðum þannig að hægt sé að benda á – á trúverðugan hátt – þau ríki, samtök, einstaklinga … sem þverbrjóta mannréttindi. Samtökin hafa m.a. nýverið birt skýrslu um eitrað ástand í fjórum héruðum Kína og hvatt bandarísk stjórnvöld til að láta af hernaðarstuðningi við ríki sem hafa ekki sagt að fullu skilið við barnahernað (málefni sem ég fjallaði líka um hér á annál í gær). [...]


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli