pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« Ansgar Hörsting · Heim · Jörg Alt »

Kenneth Roth

Pétur Björgvin @ 20.51 27/6/11

Eitt af þeim vefsvæðum sem ég heimsæki á hverjum degi er vefur HUMAN RIGHT WATCH. Þar ræður Kenneth Roth ríkjum, eða öllu heldur þar er sagt frá því sem hann og starfsfólk hans kemst að í gegnum rannsóknarvinnu sína varðandi það hvernig ríki eru að standa sig þegar kemur að mannréttindum. Við þurfum á fólki eins og Kenneth Roth að halda í þessum heimi, fólki sem er óhrætt við að beita faglegum, viðurkenndum vinnubrögðum þannig að hægt sé að benda á – á trúverðugan hátt – þau ríki, samtök, einstaklinga … sem þverbrjóta mannréttindi. Samtökin hafa m.a. nýverið birt skýrslu um eitrað ástand í fjórum héruðum Kína og hvatt bandarísk stjórnvöld til að láta af hernaðarstuðningi við ríki sem hafa ekki sagt að fullu skilið við barnahernað (málefni sem ég fjallaði líka um hér á annál í gær).

url: http://pb.annall.is/2011-06-27/kenneth-roth/


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli