pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« Biskupskápan mun klæða dr. Sigurð Árna vel · Heim · Kosning vígslubiskups er nýlega um garð gengin »

Sú var tíðin, að Húsmæðraskóli Akureyrar var fullsetinn

Pétur Björgvin @ 15.09 26/1/12

Fyrir nokkrum kvöldum var ég stödd í hinu vistlega skólahúsi er byggt var fyrir ekki mörgum árum til húsmæðraskólahalds hér á Akureyri. Þar voru þá samankomnar svo margar konur sem húsrúm leyfði og hlýtt kennslu í matargerð. Allar fóru þaðan þakklátar og ánægðar með árangur þeirrar fræðslu er þær höfðu hingað sótt. Það var bjart og létt yfir konunum, þær nutu þessarar fræðslu og hvíldarstunda. Þarna sá ég í raun rætast eina þá draumsýn og von, er við allar áttum fyrr á árum, konurnar, er stofnuðum og störfuðum í Húsmæðraskólafélagi Akureyrar.

Þannig hefst ,,bréf til blaðsins” sem húsmóðir á Akureyri hafði sent og fengið birt á bls. 5 í Degi (23.03.1955). Pistillinn þykir mér merkilegur og þess verður að hann sé lesinn. Í þeirri von að fleiri fái áhuga á málefnum gamla Húsmæðraskólans á Akureyri, birti ég bréf hennar hér í heild sinni. Hún heldur áfram og skrifar:

Við vorum vonglaðar og störfuðum af áhuga miklum, héldum að við værum að vinna gott verk fyrir framtíðina. Sjálfar höfðum við margar saknað þess að hafa ekki átt þess kost í æsku að komast á hina yfirfullu húsmæðraskóla. Löngun okkar sjálfra til náms skapaði þá trú okkar, að við værum að bæta hag hinna ungu og óbornu. Einnig hugsuðum við sjálfar gott til slíkra námskeiða, sem þess er eg hef minnst á. Þau áttu frá upphafi að haldast í skólanum okkur hinum eldri til gagns og gleði í Húsmæðraskóla Akureyrar. — Við eyddum okkar naumu frístundum með gleði til að vinna eftir getu að framgangi húsmæðraskólamálsins.

En geta okkar flestra var að vísu lítil, og það er áreiðanlega, eins og raunar oft hefur verið tekið fram, við mörg tækifæri, einungis dugnaði og þrautseigju fröken Jóninnu Sigurðardóttur að þakka, að húsið komst upp. Þó vill oft verða, að þó að hlutirnir séu viðurkenndir og oft fiálglega orðað hrós um þá í minnum og skálaræðum, virðast ýmsar staðreyndir gleymast, ef þær ekki gera hlutina auðveldari viðfangs í veruleikanum.

Skólinn var fullskipaður!
Svo virðist fólki vera orðið ókunnugt um stofnun og fyrstu starfsár þessa skóla að jafnvel er haldið fram opinberlega að hann hafi aldrei verið fullskipaður. Er eg las það, kom mér mynd frá þeim árum í hug. Húsið stóð svo til tilbúið og formaður skólanefndar, frk. Jóninna Sigurðardóttir, auglýsti skólavist. Eg man gleði okkar, er umsóknir tóku að streyma og voru bæjarstúlkur strax svo margar, að fjöldi námsmeyja þurftu að bíða annars vetrar. Þrjá fyrstu veturna var skólinn fullskipaður. Þetta er auðvelt að kynna sér af gögnum skólans. Svo virðist flestum bæjanbúum kunnari sagan hin síðari ár, hvernig nú er komið. Flestir gera sér þess ef til vill ekki grein að fleiri og jafnvel flestir húsmæðraskólar þessa lands eru undir sömu sök seldír. Þó virðist hvergi sú stefna ríkja nema hér að sjálfsagt sé að leggja árar í bát.

Viðhorfin annars staðar.
Hallormsstaðaskóli og Blönduósskóli lögðu niður starfsemi og húsakynni þeirra voru fáguð og prýdd með ærnum tilkostnaði. Forráðamenn Blönduósskóla fengu síðan eina þekktustu og beztu konu í þessum fræðum, þáverandi forstöðukonu Reykjavíkurskólans, frú Huldu Stefánsdóttur, til að koma aftur norður og taka að sér skólastjórn. Nokkuð hefur þeim sýnzt við þurfa að gera. Einnig vakti það athygli mína í vetur ,er hið háa Alþingi ræddi um að taka Staðarfellsskóla í Dölum undir hæli, hversu ákveðið formaður þeirrar skólanefndar, Halldór Sigurðsson á Staðarfelli, mótmælti þeirri ráðagerð. Þó upplýsti hann að skólinn væri ekki nema hálfsetinn. Þetta eru allt opinberar staðreyndir, sem hver maður, er vill, getur fengið staðfestar, einnig get eg upplýst, að eg hef góðar heimildir fyrir því, að margar skólanefndir húsmæðraskólanna hafa beinlínis notað öll tækifæri til að afla skólum sínum námsmeyja og jafnvel skorað á sýslu og sveitunga sína að sækja eigin skóla. Mun einnig auðvelt að fá þetta staðfest. Nú ætla eg engan dóm á það að leggja, hvor stefnan muni réttari vera ,en allmjög virðist mér þessar skólanefndir leggja annan skilning í hlutverk og skyldur við skóla sína heldur en hér hefur virzt rikjandi á Akureyri. Það eina, sem almenningur verður var við er, ekki áróður til að vekja skólann til lífs, heldur hversu dánarbúinu skuli ráðstafað. — Augljóst mál er, að aðsókn að húsmæðraskólum hefur mjög minnkað hin síðari ár, og mun verklegt nám gagnfræðaskólanna eiga sinn þátt í því. Einnig hin lengda skólaskylda, er hin svonefnda „nýju fræðslulög” komu einnig á. — Unglingar margir eru búnir að fá meira en nóg af skólavist og námi. Unglingsstúlkur margar munu hafa mjög mikla ánægiu af verklegu námi og er það siálfsagt ágætt í gagnfræðaskólunum, það sem það nær. En hvernig væri að gefa ungum húsmæðraskólanám og gagnfræða, síðasta vetur skyldunáms? Þær mundu áreiðanlega margar heldur kjósa fjölþætta kennslu í þeim fræðum, sem þær flestar þurfa síðar á lífsleiðinni mest á að halda. Vitanlega þurfa hér lagabreytingar að koma ttl. en flestir munu nú siá að eitthvað barf að gera í bessum málum, ekki getur .aengið til lengdar að fleiri skólahús standi lítt eða ekki notuð. Þetta mun ekki einungis vera vandamál húsmæðrask., bví að vitað mál er, að Reykjaskóli í Hrútafirði stendur nú tómur. Kaupstaðaskólar gagnfræðastigs munu flestir fullir og munu Akureyringar hafa séð á skrifum skólastjóra GagnfræSaskóla Akureyrar, að þar væri þröngt. Væri ekki gott að létta á þeim skólum með því að lofa stúlkunum. sem það kjósa. að læra húsmóðurfræði og auka verklegt nám pilta á góðum skólum í sveitum?
Húsmóðír.

url: http://pb.annall.is/2012-01-26/su-var-tidin-ad-husmaedraskoli-akureyrar-var-fullsetinn/


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli