pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« Húsmæðraskóli á Akureyri · Heim · Vinsemd og virðing »

Hagnýtir skólar verða kjörorð framtíðarinnar í uppeldismálum

Pétur Björgvin @ 21.32 28/1/12

Húsmóðurinni er nauðsynlegra að kunna að matreiða góða og holla máltíð, sauma flík, hirða um þvott sinn, ræsta hús sitt og hjúkra barni sínu en að geta stautað sig fram úr erlendum reyfara og tízkublaði eða leyst þraut hinnar hærri stærðfræði.

Þannig hefst viðtal við frk. Jóninnu Sigurðardóttur sem birtist í Degi á Akureyri, fimmtudaginn 26. febrúar 1942, en Jóninna var aðalfrumkvöðullinn á bak við stofnun Húsmæðraskólans á Akureyri, sem hóf starfsemi sína 1945 í því húsi sem hýsir AkureyrarAkademíuna í dag. Ekki þarf að taka fram að viðhorfin til menntunar og hlutverka kynjanna hjá þeim sem þar sitja í dag eru ekki þau sömu. Viðtalið er birt hér á eftir í heild sinni. Leturbreytingar eru mínar.

Dagur-26-feb-1942

Dagur hefir komið að máli við frk. Jóninnu Sigurðardóttur, gistihúseiganda að „Hótel Goðafoss”, og spurt hana um álit hennar um horfur í húsmæðraskólamáli bæjarins, en frk. Jóninna er, svo sem kunnugt er, ein af helztu forvígiskonum þess málstaðar hér um langt skeið, enda mjög áhugasöm um menntun kvenna og ýms önnur menningarmál. Auk þess er hún ein af þekktustu húsmæðrum
bæjarins, þar sem hún hefir uiíi langt árabil rekið f jölsótt gistihús með mikilli prýði og dugnaði og skrifað einhverja beztu og kunnustu matreiðslubók, sem til er á íslenzku.

Húsmæður á Akureyri munu lengi hafa borið þetta sjálfsagða menningarmál fyrir brjósti?
Já, mér er a. m. k. kunnugt um, að kvenfélagið Framtíðin hóf máls á þessu fyrir heimsstyrjöldina síðustu, eða um 1912—14. Kaus félagið nefnd í málið, en hún fékk til samstarfs við sig ýmsar aðrar konur í bænum. Hófu þær þá þegar fjársöfnun í þessu skyni og hafa ávallt síðan haldið málinu vakandi. Hefir nefnd þessi nú allstóran sjóð í vörzlum sínum og mun nota hvert tækifæri til þess að hrinda málinu í f ramkvæmd.

— Hvaða konur eru enn starfandi í nefnd þessari?
Í hinni upphaflegu nefnd eiga þessar frúr ennþá sæti: Gerða Tulinius, Álfheiður Einarsdóttir, Sigurlaug Jakobsdóttir, Gunnhildur Ryel, Guðrún Ólafsson, Sigríður Davíðsson og svo ég. — Auk þess veit ég, að mikill fjöldi kvenna er fús og reiðubúinn til samstarfs
við okkur, hvenær sem færi býðst að vinna málsstaðnum nokkuð gagn. Og mér þykir líklegt, að öll kvenfélög bæjarins munu einhuga um að veita málinu fullt brautargengi.

— Hvað segið þér um hugmynd þá, er fram hefir komið í blaði einu [Íslendingi, innsk. PBÞ] hér í bænum og síðar í bæjarstjórn, að breyta núverandi bókasafnshúsi í kvennaskóla, þegar að því kemur að byggt verður yfir Amtsbókasafnið annars staðar?
Að sjálfsögðu væri gott eitt um hana að segja sem bráðabirgðalausn, ef engin hætta væri á, að slík ráðabreytni tefði fyrir endanlegri lausn málsins. Nauðsynlegar breytingar og endurbætur á þessu gamla og fornfálega húsi myndu kosta mikið fé, og að
mínum dómi getur húsnæðið þó aldrei orðið skemmtilegt eða hentugt til frambúðar. Húsið er og illa sett í bænum, og staðurinn
svarar engan veginn þeim kröfum, er framtíðin mun gera til skólaseturs: Húsið er aðkreppt undir brattri og hárri brekku, er skyggir mjög á suður- og vestursól, f jarri íþróttasvæðum, leikvöllum, sundlaug og annari aðstöðu til íþróttaiðkana, bæði úti og inni, en f ast við eina aðalumferðagötu bæjarins færasta í þessum efnum?

Nefndin hóf fyrir nokkrum árum síðan samstarf við stjórn Gagnfræðaskóla Akureyrar og Iðnskóla Akureyrar um undirbúning að sameiginlegri byggingu fyrir þessa þrjá skóla. Var raunar þá þegar gengið frá uppkasti að sameiginlegum starfsgrundvelli, skiptingu
húsnæðisins og öðrum slíkum atriðum. Kostnaðaráætlun var samin og frumdrög gerð að útliti byggingarinnar og húsaskipan. Við höfðum þá lofað ákveðnu fjárframlagi af okkar hálfu, og þessir aðilar höfðu raunar gengið endanlega frá þessum málum að sínu leyti
og vísað þeim til aðgerða bæjar og ríkis. En þá skall ófriðurinn á og truflaði allar frekari aðgerðir í bili. — En mér þykir líklegt, að ekki myndi standa á kvenþjóðinni að fitja upp á þessari samvinnu að nýju, ef færi byðist og aðstaða húsmæðraskólans í hinni nýju byggingu væri að fullu tryggð, eins og þá var ráð fyrir gert.

— Teljið þér að stofnkostnaður skólans og rekstur í slíkri sambyggingu gæti orðið ódýrari en ella myndi?
Húsmæðraskólinn þyrfti að sjálfsögðu að hafa sitt eigið húsnæði alveg út af fyrir sig í byggingunni, svo sem eldhús, vinnustofur o. fl., en kennslustofur til bóklegs náms, samkomusalur, lestrar- og bókasafnsherbergi, anddyri og margt fleira gæti orðið að fullum notum og öllum að meinfangalausu, þótt það væri sameiginlegt fyrir alla skólana. Ýmiskonar reksturskostnaður gæti líka sparast fyrir hvern skóla út af fyrir sig, þar sem hann yrði sameiginlegur fyrir þá alla, svo sem eftirlit hjúkrunarkonu og skólalæknis, dyravarzla, ræsting og viðhald o. m. fl. — Að mínum dómi gæti samstarfið og haft marga aðra kosti. T. d. teldi eg eðlilegt og æskilegt, að húsmæðranámið yrði fyrst og fremst framhaldsmenntun fyrir þær stúlkur, er lokið hefðu gagnfræðaprófi. Með því móti mætti spara verulegan hluta nauðsýnlegs bóklegs náms í sjálfum húsmæðraskólanum, enda er æsklegt, að stúlkurnar séu allþroskaðar og vel undirbúnar, þegar þær hefja húsmæðranám sitt; gera og landslög svo ráð fyrir, að yngri nemendur en 16—18 ára verði ekki teknir í skólann, en á þeim aldri hefir nú fjöldi bæjarstúlkna lokið gagnfræðaprófi. Kennslukraftar gætu og orðið f jölbreyttari en ella vegna samstarfsins og betri skilyrði til holls og þroskandi félagslífs, ef vel tækist til um stjórn og nauðsynlegan aga. En verði svo ekki, væri skólinn illa settur, hvar sem hann væri niður kominn. — í stuttu máli tel eg, að samstarf skólanna hljóti að hafa miklu fleiri kosti en galla, enda er mér kunnugt um það af eigin reynslu, að slík sambúð hefir víða verið reynd erlendis og gefizt vel. Svipuð hugmynd var og á döfinni hjá Reykvíkingum fyrir mörgum árum síðan, þótt hún því miður kæmi ekki, af einhverjum ástæðum, til framkvæmda. Eg tel, að okkur Akureyringum ætti að vera það metnaðar- og hagsmunamál, að slík tilraun væri gerð hér í bænum fyrr en annars staðar á landinu.

— Hvað segið þér um möguleika á að afla fjár til stofnkostnaðar og reksturs húsmæðraskóla hér?
Vetrarþingið í fyrra setti ný lög um húsmæðraskóla í kaupstöðum. Samkvæmt þeim leggur ríkissjóður fram 3/4 hluta stofnkostnaðar og allríflegan fjárstyrk til árlegs reksturskostnaðar, eða kr. 6715 fyrir fyrstu 15 hemendurna auk verðlagsuppbótar en kr. 400 fyrir hvern þar fram yfir. Er þá miðað við 1—2 vetra nám, 7 mánuði árlega. Styttri námskeið skal styrkja hlutfallslega. Er því allvel séð fyrir þessum málum af ríkisvaldsins hálfu. Ég geri ráð fyrir, að bæjarbúar vildu nokkuð á sig leggja þessu nauðsynjamáli til stuðnings, fyrir atbeina kvenfélaganna. Bæjarsjóður er og sjálfsagður aðili, enda treystum við konurnar fullkomlega á velvild og
skilning bæjarfulltrúanna í þessum efnum.

— Hverjar eru nú aðalnámsgreinar í slíkum skólum?
Lögin leggja svo fyrir, að aðalnámsgreinar skuli vera: íslenzka, búreikningur, uppeldisfræði, matreiðsla, alls konar handiðnir og heimilisstörf. Ennfremur skal leiðbeina nokkuð um heilsufræði, hjúkrun, meðferð ungbarna og garðrækt. íþróttir verða og að sjálfsögðu stundaðar eftir því, sem við verður komið og nauðsynlegt er.

— Hvað vilduð þér taka fram sérstaklega að síðustu?
Okkur konunum er kappsmál, að framkvæmdir dragist ekki lengi úr þessu, enda er það ekki vansalaust fyrir jafn stóran bæ og Akureyri að eiga engan skóla fyrir húsmæðraefni, þeim til menningarbóta og undirbúnings undir hið veglega, vandasama og þýðingarmikla hlutverk þeirra í mannfélaginu. — En fyrst og fremst er mér — og sjálfsagt flestum öðrum konum í bænum — hugleikið, að þannig verði fyrir málum skólans séð þegar í upphafi, að framtíð hans sé tryggð, og hlutur hans gerður svo góður, að viðhlítandi sé til frambúðar. En óneitanlega tel eg því atriði teflt í nokkra tvísýnu, ef skólanum verða um ófyrirsjáanlega framtíð ætluð gömul og óhentug húsakynni. Er og líklegast, að hinni aðkallandi og brýnu húsnæðisþörf allra alþýðuskóla bæjarins verði bezt borgið með einu, djarfmannlegu, framsýnu og félagslegu átaki.

url: http://pb.annall.is/2012-01-28/hagnytir-skolar-verda-kjorord-framtidarinnar-i-uppeldismalum/


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli