pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« Kosning vígslubiskups er nýlega um garð gengin · Heim · Hagnýtir skólar verða kjörorð framtíðarinnar í uppeldismálum »

Húsmæðraskóli á Akureyri

Pétur Björgvin @ 18.04 28/1/12

Úr Degi (18.10.1945):

Eg rumskaði snemma í morgun við það, að sunnangolan feykti upp glugganum mínum. Eg skreiddist fram úr til þess að krækja glugganum, en er ég leit út glaðvaknaði ég öll, því að við mér blöstu ljós — mörg ljós og mikil birta frá hinum nýja húsmæðraskóla við Þórunnarstræti, sem nú er fullger og um þær mundir að hefja starf. Þetta nýja, glæsilega hús fannst mér breiða út faðminn
þarna í morgunblænum og bjóða velkomnar ungar dætur bæjarins: „Hér er ég þá loksins kominn til ykkar. Gjörið þið svo vel.” :
Sannarlega er það mikill menningarauki fyrir þennan bæ, að hafa eignazt húsmæðraskóla, og eiga konur þær, er að málinu hafa unnið með svo glæsilegum árangri, miklar þakkir og hrós skilið. Ekki þykir mér ólíklegt að 13. okt. 1945 eigi eftir að verða merkisdagur í skólasögu bæjarins. Þá er í fyrsta sinn settur húsmæðraskóli á Akureyri: — Því miður var þessi skólasetning ekki með jafn miklum hátíðablæ og glæsileik, eins og hún í rauninni hefði átt að vera. Eg held að hún hafi gjörsamlega farið fram hjá miklum hluta bæjarbúa. Það hefir oft verið minna tilefni til að draga fána að hún og þeyta lúðra en hér um ræðir, og oft hafa kórfélög bæjarins og kennimenn látið til sín heyra við ómerkari athafnir, en þeim sem hér ráða málum hefir sennilega þótt hlýða að þetta færi allt fram með ró og spekt, og að yfirlætisleysi myndi farsælla upphaf. Þetta kann rétt að vera, þó að ýmsir hefðu óskað það öðruvísi — það verður ekki gert svo öllum líki — og um smekkinn verður heldur ekki deilt. Við hinn nýja húsmæðraskóla eru bundnar glæsilegar vonir. Hann má ekki verða eftirbátur annarra húsmæðraskóla, heldur þvert á móti þarf hann að verða framarlega í þeim flokki. En til þess að svo geti orðið, þurfa allir bæjarbúa að sýna honum virðing og veit aðstoð eftir föngum. — Það er ósk mín og von að hinn nýi húsmæðraskóli megi verða sannur skóli, heimili menningar og mennta.

„Puella”.

url: http://pb.annall.is/2012-01-28/husmaedraskoli-a-akureyri/


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli