pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« Tilviljun? í Glerárkirkju · Heim · Siglt á ný mið með biskup við stýrið sem er traustsins verður »

Kirkjan með athyglisbrest?

Pétur Björgvin @ 08.40 4/2/12

Dr. Sigurður Árni Þórðarson spyr í gærkvöldi á kosningasíðuna sinni:

Er kannski athyglisbrestur einn meginvandi okkar kirkju?

Þetta er þörf spurning og stór vandi ef satt reynist fyrir kirkjuna, verkefni sem þarf að taka markvisst á svo að unnt sé að vinna að leiðréttingu. Ég er ánægður með Sigurð að velta þessu upp. Hann segir svo síðar í pistlinum:

Að vera biskup er að vera episkopos, sá eða sú sem sér, horfir til, iðkar tilsjón. Að vera biskup er að veita athygli – næma athygli.

Ég viðurkenni að ég þekki raddir innan kirkjunnar sem álíta að þegar kirkjan fari að hlusta á fólkið af einhverju marki, þá sé hún farin að eltast við populisma. Ég er þessu ekki sammála, ég tel að við þurfum að vinna gagngert í því að hlusta á fólkið. Fyrir allmörgum árum tók ég þátt í verkefni í Þýskalandi sem kallaðist ,,Neuer Anfang” og fólst í því að sjálfboðaliðar í viðkomandi sóknarkirkju hringdu í alla einstaklinga á aldrinum 20 til 60 ára í viðkomandi söfnuði. Ekki man ég lengur hve stórt hlutfall þeirra sem voru viðlátnir og gátu talað í síma þegar hringt var í þau, en ég man að það náðist í stóran hluta hópsins. En þetta var fyrir tíma alvöru almennrar notkunar á netinu.

En þarft að hugsa um þetta. – Endilega lesið pistilinn hans Sigurðar Árna.

url: http://pb.annall.is/2012-02-04/kirkjan-med-athyglisbrest/


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli