pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« 1/3 biskupsatkvæða í stóru prófastsdæmunum þremur · Heim · Trúfrelsi – hverjir taka þátt? »

Guðjón Samúelsson og ásýnd Akureyrar

Pétur Björgvin @ 09.54 3/3/12

Guðjón Samúelsson var einn fyrsti íslenski arkitektinn og er höfundur opinberra bygginga sem setja sterkt svipmót á Akureyri. Í mínum huga er gamli Húsmæðraskólinn þar mjög ofarlega á blaði, þó vissulega sé Akureyrarkirkja það verk hans sem í dag er ein af táknmyndum bæjarins. Ekkert hús þekki ég þar sem er eins bjart og vinalegt innandyra eins og í gamla Húsmæðraskólanum, né hef ég nokkru sinni unnið í húsi þar sem ríkir jafn góður andi. Það voru 600 konur á Akureyri sem komu því til leiðar að húsið var byggt, það voru konur sem byggðu upp starfið í skólanum, það voru konur sem af alúð og natni gáfu húsinu það líf og þá arfleifð sem húsið býr að í dag.

Guðjón sat í fyrstu skipulagsnefnd ríkisins sem sett var á fót árið 1921 og var einn af aðalhöfundum fyrsta Aðalskipulags Akureyrarkaupstaðar sem samþykkt var árið 1927. Í því skipulagi var lagður grunnur af bæjarmynd sem í enn má sjá leifar af í miðbænum og hluta Oddeyrar. Hugmyndir Guðjóns um skipulag bæja eru mjög athyglisverðar í ljósi sögunnar. Í þeim er í fyrsta sinn gert ráð fyrir aðgreiningu atvinnusvæða og íbúðarsvæða en slíkar hugmyndir áttu mjög upp á pallborðið í skipulagi alla 20. öldina. Nýverið sagði Jón Hjaltason eftirfarandi um Guðjón í Akureyri-vikublað:

Guðjón Samúelsson kom með þessa brjálæðislegu hugmynd 1935, að leggja 10 metra breiðar tröppur upp höfðann að kirkjunni, sem þá var enn ekki risin. … .þrátt fyrir kreppu og eymd í samfélaginu var rándýra framkvæmdin tekin fram yfir þá hræ-ódýru. Sem enginn vanþakkar í dag.

Laugardaginn 10. mars næstkomandi stendur AkureyrarAkademían fyrir vorþingi sem nefnist ,,Guðjón Samúelsson og ásýnd Akureyrar

url: http://pb.annall.is/2012-03-03/gudjon-samuelsson-og-asynd-akureyrar/


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli