pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« Kirkja sem horfir fram á veginn · Heim · Skálholt – staður sem skiptir máli »

Matur, fæði, næring?

Pétur Björgvin @ 22.22 19/3/12

regina 002

Fimmtudaginn 22. mars kl. 17:00 heldur Regina B. Þorsteinsson, hjúkrunarfræðingur (M.Sc.) og meistaranemi í næringarfræði við Roehampton háskólann í Bretlandi, erindi sem nefnist ,,Matur, fæði, næring?”. Erindið er hluti af fimmtudagsfyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og það síðasta á þessum vetri. Það eru allir velkomnir á efri hæð gamla Húsmæðraskólans til að hlýða á erindið og taka þátt í umræðum. Aðgangur ókeypis. Heitt á könnunni.

Hvers konar matur er mikilvægur til að halda líkama og sál lifandi?
Skiptir máli hvers konar fæði við fáum?
Er öll næring góð?

Í erindi sínu mun Regína fjalla í stuttu máli um meistararannsókn sína sem tengist vannæringu á sjúkrahúsum. Fimmti hver sjúklingur sem leggst inn á sjúkrahús er í áhættu fyrir vannæringu eða er þegar vannærður. Rætt verður um mögulegar orsakir og þekktar afleiðingar fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið.

url: http://pb.annall.is/2012-03-19/matur-faedi-naering/


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli