pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« Styrkjum æskulýðsstarfið · Heim · COUNCIL / ÞING sem aðferð í æskulýðsstarfi »

Fótbolti, Úkraína og mannréttindi

Pétur Björgvin @ 21.11 28/4/12

timoschenko

Ég er ánægður með Sigmar Gabriel sem fer fyrir SPD í Þýskalandi hvað það varðar að hann hefur nú hvatt alla stjórnmálamenn til þess að fara ekki á EM í fótbolta í Úkraínu. (Sjá tagesschau.de). Hann bendir réttilega á að það að sitja með ráðamönnum frá Úkraínu og horfa á fótboltaleik jafngildi opinberu samþykki á framferði stjórnvalda í Úkraínu og meðhöndlun þeirra á Julíu Timoschenko.

Ég hef enga frétt fundið um þetta á íslenskum fréttamiðli, vona að mér hafi einfaldlega yfirsést það. Þá á ég ekki endilega við að það vanti frétt um þessi orð Sigmars Gabriels, heldur að það vanti fréttaflutning af stöðu Júlíu Timoschenko nú rétt fyrir EM í Úkraínu.

Tom Koenigs sem fer fyrir mannréttindaráði Grænna í Bundestag er sammála Gabriel. Hann hvatti þau sem ætla að horfa á EM í fótbolta að horfa aðeins á leiki sem sendir væru út frá Póllandi.

Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, segist vera að vinna í þessu máli þessa vikuna og stefnan sé að finna lausn sem allir geti sætt sig við. Eins og oft má ætla að hann þurfi að fóta sig í einhverjum dipló gír, það er miður að hann skuli ekki einfaldlega geta sagt að tryggja verði að Julia Timoschenko komist strax undir læknishendur utan múra Úkraínu. Stækkunarstjóri EU, Stefan Füle, er í svipuðum dipló gír en segir þó að það hvernig stjórnvöld í Úkraínu komi fram við Timoschenko sé þvert á allt sem ESB stendur fyrir.

Vert er að minna á að Amnesty International hvetur öll þau sem fara til Úkraínu vegna EM að halda merkjum mannréttinda á lofti. Málið snúist ekki einvörðungu um að Júlía Timoschenko fáist laus úr fangelsi. Benda þurfi á mörg fleiri mannréttindabrot eins og til dæmis hvernig lögregla í Úkraínu beitir fanga ofbeldi. En Amnesty hefur áður hvatt til þess að Júlía verði látin laus. (sjá t.d. hér).

Vonast til að sjá fréttaskýringu í íslenskum fjölmiðli strax eftir helgi (eins og þeir hlýði mér).

url: http://pb.annall.is/2012-04-28/fotbolti-ukraina-og-mannrettindi/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Pétur Björgvin @ 3/5/2012 08.23

Bendi í þessu samhengi á viðtal við dóttur Julíu sem birtist í dag (3. maí) á zdf.de

Pétur Björgvin @ 10/5/2012 22.36

RÚV birti loks frétt í gærkvöldi um mál Júlíu, en svo kom upp áhugavert óbeint samhengi hingað heim í fréttum í dag.


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli