pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« Die Elfen ziehen um · Heim · Gömul ferðasaga »

10 prestar eða 20?

Pétur Björgvin @ 01.08 17/5/12

Ég eins og sjálfsagt fleiri veitti því eftirtekt að óvenju mörg prestsembætti hafa verið auglýst upp á síðkastið. Það truflaði mig að ég hafði ekki yfirsýn, gat ekki svarað spurningunni hvað hefðu almennt verið auglýstar margar prestsstöður síðustu ár. Þannig að ég skoðaði málið, hér eru fyrstu frumniðurstöður. (Ekki segja mér að það sé til yfirlitssíða um þetta hjá félagi guðfræðinga eða …). Jú annars, segið mér það og komið með ábendingar. Síðustu ca. 10 ár voru stöðurnar ekki aðeins 10, ekki aðeins 20 heldur rúmlega 100 (auglýstar stöður og aðrar stöðuveitingar samtals). Er það mikið eða lítið?

 1. Þann 8. febrúar síðastliðinn var auglýst embætti sóknarprests í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli(1),
 2. þann 28. febrúar var svo auglýst embætti sóknarprests í Þingeyrarprestakalli(2),
 3. 21. mars var það svo embætti sóknarprests í Reykhólaprestakalli(3) sem var auglýst.
 4. 4. apríl var röðin komin að embætti sóknarprests í Hjallaprestakalli(4).
 5. 11. maí auglýsti biskup síðan þrjár stöður, þ.e. embætti prests í Akureyrarprestakalli(5),
 6. embætti prests í Bjarnanesprestakalli(6) og
 7. embætti prests heyrnarlausra(7).
 8. Áttunda staðan var svo auglýst 15. maí: Embætti sóknarprests í Bolungarvíkurprestakalli(8) og
 9. daginn eftir embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli(9).
 10. Þann 18.5. bættist svo afleysing í Lindaprestakalli við(10).
 11. Þann 4. júní var svo Dalaprestakall auglýst laust til umsóknar(11).
 12. 18. júní auglýsti Biskup stöðu sóknarprests í Langholtsprestakalli(12).
 13. 10. júlí auglýsti Biskup stöðu sóknarprests í Seltjarnarnesprestakalli (13).
 14. 18. júlí auglýsti Biskup stöðu héraðsprests í Austurlandsprófastsdæmi (14).

Í framhaldi af umræðunni í ummælakerfinu hér þá tók ég saman eftirfarandi yfirlit, en það er þeim annmörkum háð að ekki er getið í Synodusræðu biskups um tilfærslur hjá djáknum (ef vígður djákni fær nýja djáknastöðu kemur það ekki fram, bara ef vígt er í viðkomandi stöðu. o.s.frv.).

prdjaknar

2010:

16.02. Embætti prests í Akureyrarprestakalli(#)

24.02. Embætti prests í Glerárprestakalli(#)

* Samkvæmt Árbók kirkjunnar 2010 (1. júní 2010 til 31. maí 2011) voru prestsvígslur tvær (þar af önnur v. fríkirkju) og skipað þar að auki í tvö embætti.

2009:

29.12. Embætti prests í Selfossprestakalli(#)

23.09. Embætti sóknarprests í Breiðabólsstaðarprestakalli(#)

06.08. Embætti sóknarprests í Kársnesprestakalli(#)

28.07. Embætti prests í Hafnarfjarðarprestakalli(#)

13.07. Embætti sóknarprests í Kolfreyjustaðarprestakalli(#)

07.07. Embætti sóknarprests í Útskálaprestakalli(#)

16.04. Embætti prests í Garðaprestakalli(#)

* Samkvæmt Árbók kirkjunnar 2009 (1. júní 2009 til 31. maí 2010) voru prestsvígslur 2, djáknavígslur 2 og skipað þar að auki í 8 embætti.

2008:

15.12. Embætti sóknarprests í Laufásprestakalli(#)

31.10. Embætti sóknarprests í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli(#)

15.10. Embætti sóknarprests í Skagastrandarprestakalli(#)

22.09. Embætti prests í Mosfellsprestakalli(#)

20.08. Embætti sóknarprests í Holtsprestakalli(#)

28.07. Embætti sóknarprests í Mosfellsprestakalli(#)

27.06. Embætti sóknarprests í Setbergsprestakalli(#)

05.05. Embætti prests í Lindaprestakalli(#)

* Samkvæmt Árbók kirkjunnar 2008 (1. júní 2008 til 31. maí 2009) voru prestsvígslur 9, djáknavígsla 1 og skipað þar að auki í 8 embætti.

2007:

13.10. Embætti prests í Grafarvogsprestakalli(#)

03.08. Embætti prests í Dómkirkjuprestakalli(#)

25.07. Embætti sóknarprests í Grindavíkurprestakalli(#)

12.06. Embætti sóknarprests í Dómkirkjuprestakalli(#)

04.05. Embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli(#)

04.05. Embætti héraðsprests í Austfjarðaprófastsdæmi(#)

09.02. Embætti héraðsprests II í Kjalarnessprófastsdæmi(#)

* Samkvæmt Árbók kirkjunnar 2007 (1. júní 2007 til 31. maí 2008) var prestsvígsla 1, djáknavígslur 3 og skipað þar að auki í 6 embætti.

2006:

15.08. Embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli(#)

07.06. Embætti sóknarprests í Kirkjubæjarklaustursprestakalli(#)

19.04. Embætti héraðsprests II í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra(#)

16.02. Embætti sóknarprests í Keflavíkurprestakalli(#)

18.01. Embætti prests í Hallgrímsprestakalli(#)

17.01. Embætti sóknarprests í Ásprestakalli(#)

* Samkvæmt Árbók kirkjunnar 2006 (1. júní 2006 til 31. maí 2007) voru prestsvígslur 8, djáknavígslur 6 og skipað þar að auki í 4 embætti.

2005:

05.12. Embætti prests í Lauganesprestakalli(#)

16.11. Embætti sóknarprests í Hallgrímsprestakalli(#)

07.09. Embætti sóknarprests í Ólafsvíkurprestakalli(Skessuhorn)

27.06. Tvö prestsembætti í Akureyrarprestakalli(#)

14.01. Embætti prests í Glerárprestakalli(#)

* Samkvæmt Árbók kirkjunnar 2005 (1. júní 2005 til 31. maí 2006) voru prestsvígslur 10, djáknavígslur tvær og skipað þar að auki í 7 embætti.

2004:

09.07. Embætti prests í Seljaprestakalli(#)

01.03. Embætti prests í Neskirkju (Þennan dag rann umsóknarfrestur út (sjá hér), veit ekki hvenær embættið var augýst, finn enga frétt á kirkjan.is með auglýsingu um embættið)

* Samkvæmt Árbók kirkjunnar 2004 (1. júní 2004 til 31. maí 2005) voru prestsvígslur 2, djáknavígslur 4 og skipað þar að auki í 6 embætti.

2003:

09.12. Tvö prestsembætti í Grafarvogsprestakalli(mbl)

20.11. Embætti sóknarprests í Nesprestakalli(#)

* Samkvæmt Árbók kirkjunnar 2003 (1. júní 2003 til 31. maí 2004) voru prestsvígslur 5, djáknavígsla 1 og skipað þar að auki í 5 embætti.

* Samkvæmt Árbók kirkjunnar 2002 (1. júní 2002 til 31. maí 2003) voru prestsvígslur 6, djáknavígsla 1 og skipað þar að auki í 5 embætti.

Það vantar pottþétt ennþá í þennan lista, en uppfært með viðbótum 18.júní kl.10:30.  … Lofa engu um að ég vinni frekar í þessu … Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. (Smá viðbót 10. ágúst).

url: http://pb.annall.is/2012-05-17/10-prestar/

Athugasemdir

Fjöldi 10, nýjasta neðst

Guðrún @ 17/5/2012 10.35

Takk fyrir þessa áhugaverðu samantekt! Mér sýnist vanta hér að embætti prests í Grafavogsprestakalli var aulýst árið 2007.

Pétur Björgvin @ 17/5/2012 16.24

Sæl og takk fyrir þessa ábendingu. Í fljótu bragði finn ég hvergi auglýsinguna um stöðuna í Grafarvogsprestakalli þegar hún var auglýst 2007, en ég fann auglýsinguna frá 2003 og bætti henni inn. Ég fæ ekki betur séð en að ekki séu allar auglýsingar lengur aðgengilegar á vef kirkjunnar, til dæmis finn ég ekki auglýsinguna um Garðaprestakall þegar Jóna Hrönn var valin. Þannig að það vantar pottþétt þó nokkuð upp á að þessi listi sé gallalaus. Veit hins vegar að þetta er allt í árbok kirkjunnar og hægt að fletta þessu þar upp. Þessi listi hér að ofan er bara unnin með hjálp google og co.

Árni Svanur @ 18/5/2012 17.00

Auglýsingin fyrir Grafarvogsprestakall 2007 er hér http://www2.kirkjan.is/node/6120. Þetta er semsagt á gamla vefnum ;)

Pétur Björgvin @ 18/5/2012 18.49

Takk fyrir það Árni Svanur, bæti því á listann.

Gunnar Einar Steingrímsson @ 18/5/2012 19.28

Takk fyrir þetta Pétur Björgvin, þetta er áhugaverð samantekt. Gaman væri að sjá hliðstætt þessu hversu mörg djáknastörf hafa verið auglýst síðastliðin 10 ár!
mbk
Gunni

Adda Steina @ 18/5/2012 20.05

Það vantar Mosfellsveit, er það ekki? fyrst þegar Ragnheiður kom sem prestur (2003?) og síðan eftir að sóknarprestsstaðan var auglýst (2008) var í kjölfarið prestsstaðan auglýst. eða missti ég af þessu?

Pétur Björgvin @ 18/5/2012 20.09

Mikið rétt Adda Steina, þarf að skoða þetta með 2003, en auglýsingarnar frá 2008 eru báðar inni (22.09 og 28.07)

Sveinn Valgeirsson @ 18/5/2012 21.08

Blessaður Pétur. Finn heldur ekki Eyrarbakkann frá því haustið 2008.
Með góðri kveðju
Sveinn Eyrarbakkabróðir

Halldór E. @ 19/5/2012 11.52

Áhugavert yfirlit, en vel undir 20% starfsmannaveltu á prestum yfir 10 ára tímabil getur vart talist mjög mikið. Sér í lagi ef við aðhyllumst kenningar um að starfsfólk í stjórnunarstöðum eigi helst ekki að sitja lengur en 10-12 ár á sama stað.

pb.annáll.is - » Prestar óskast @ 9/4/2014 07.27

[...] “10 prestar eða 20?” – blogg hér á annál frá 2012 [...]


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli