pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« Að umbreyta, sætta og efla · Heim · 60 ungmenni í mannréttindafræðslu »

FRUMRAUN – ELDRAUN – RAUN

Pétur Björgvin @ 16.45 28/6/12

Guð brosti.
Hún var ánægð.
Sköpunin fullkomin.
Jörðin dásamleg.

Konunni og karlinum
fól hún jörðina.
Gætið hennar vel,
hún er einstök.

Guð grét.
Hann var svekktur.
Sköpunin svívirt.
Hrokinn alsráðandi.

Karlinum og konunni
fól hann örkina.
Gætið hennar vel,
hún þarf að fljóta.

Guð brosti.
Hún var vongóð.
Regnboginn fullkominn.
Jörðin með framtíð.

Konunni og karlinum
fól hún jörðina.
Gætið hennar vel,
hún er sjálfbær.

Guð grét.
Hann var hryggur.
Manneskjan svívirt.
Græðgin alsráðandi.

Karlarnir og konurnar
gerðust lærisveinar.
Kallið skýrt:
Fylgið mér.

Guð brosti.
Hún var upprisin.
Syndin afmáð.
Sigurinn unninn.

Konunum og körlunum
fól hún kirkjuna.
Vandið ykkur nú,
hún er allt sem ég á.

Guð grætur.
Hjarta hennar kramið.
Börn fótum troðin.
Egóið eitt tilbeðið.

Karlarnir og konurnar
heyra ekki kallið lengur.
Engin örk.
Enginn kross.

Enginn sáttmáli …

———

(Ort eftir lestur um Ríó+20).

url: http://pb.annall.is/2012-06-28/frumraun-eldraun-raun/


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli