pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« 60 ungmenni í mannréttindafræðslu · Heim · Embætti Æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar verði endurreist »

AkureyrarAkademían – þar sem listir, menning og fræði mætast

Pétur Björgvin @ 09.06 20/8/12

Í hugum margra, bæði heimamanna og annarra, er Akureyri skólabær enda setja menntastofnanirnar sterkan svip á menningarlíf bæjarins. Tilkoma AkureyrarAkademíunnar árið 2006 jók enn á þessa ímynd. Með henni bættist enn einn kosturinn við í þá menningar- og menntaflóru sem bærinn býður. AkureyrarAkademían er daglegt heiti Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi. Tæplega 60 manns hafa haft aðstöðu til lengri eða skemmri tíma í húsnæði AkureyrarAkademíunnar, gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99. Félagið hefur staðið fyrir fjölda viðburða og þinga auk um sjötíu fyrirlestra, en Fimmtudagsfyrirlestrar AkureyrarAkademíunnar eru nú vel þekktir sem vettvangur þverfaglegs samtals. Þar hefur rými skapast fyrir fræðahugsun sem nær út fyrir ramma einstakra skóla eða stofnanna. Það er mjög í takti við markmið félagsins um að vera aflvaki fræðilegra rannsókna og miðlunar þeirra.

Lesa aðsenda grein á vef Akureyri-vikublaðs (Greinin birtist í 31.tbl. 2.árg. 16. ágúst 2012, bls. 13.)

url: http://pb.annall.is/2012-08-20/akureyrarakademian-thar-sem-listir-menning-og-fraedi-maetast/


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli