pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« Embætti Æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar verði endurreist · Heim · Net-börnin okkar »

Hvers konar net-foreldri er ég?

Pétur Björgvin @ 14.33 29/8/12

Ég hef einhverntíma áður bloggað um þá pælingu að við foreldrar bregðumst misjafnlega við netnotkun og notum netið á misjafnan hátt. Til þess að ýta umræðunni úr vör hef ég stundum leyft mér að draga upp nokkrar (jafnvel veruleikafirrtar) myndir af ímynduðum net-foreldrum. Upphaflega voru þær hugsaðar til þess að hjálpa mér í eigin vangaveltum. En mér er sagt að þær hafi gagnast öðrum þegar ég hef notað þær á námskeiðum sem ég hef haldið um þetta á nokkrum stöðum hér í Eyjafirði. Það skal tekið fram að ég tel að það blundi eitthvað af öllum þessum týpum í mér.

Netforeldi 1: Pétur postuli
Mottó: Netið er sóðalegt

 • Reynir að koma í veg fyrir að börnin noti internetið.
 • Velur hvaða örfáu vefsíður barnið má skoða.
 • Vill ekki að barnið noti nettengda tölvu annars staðar en á heimilinu.
 • Leyfir ekki myndbirtingar af sér eða börnunum á netinu.
 • Notar ekki internetið nema mentor og tölvupóst, kannski matartorg.is.
 • Er á móti nettengdum tölvum í leikskólum og hjá yngri bekkjum grunnskóla.

Netforeldri 2: Tóta trúboði
Mottó: Tækifæri dagsins er á netinu

 • Vill að eigin börn læri að nota netið mjög ung.
 • Hvetur barnið til að skoða nýjar vefsíður á hverjum degi.
 • Lætur börnin sín hafa eigin netpung ef skólatölvan er ekki nettengd.
 • Hjálpar barninu að læra á snjallsíma, t.d. að nota Instragram.
 • Fer á Facebook á amk. 30 mín. fresti og er með 5 stöðufærslur, 30 LIKE og 10 comment á dag.
 • Notar netið til að auglýsa sig, vinnuna, áhugamálin, félagsmálin og koma fjölskyldunni á framfæri.

Netforeldri 3: Sigríður svala
Mottó: Vertu alltaf 10 skrefum á undan öðrum í tæknimálum

 • Allir í fjölskyldunni eiga fartölvur og að sjálfsögðu dugar ekki venjulegt stýrikerfi á þær.
 • Allar tölvur fjölskyldunnar eru með vírusvörn sem Sigríður er sjálf búin að endurforrita og bæta.
 • Bandaríska leyniþjónustan væri ánægð með eldvegginn sem er á heimilinu (nema ef þeir ætluðu að brjótast inn um hann).
 • Hita, rafmagni, ljósum, eftirlitsmyndavélum og öryggiskerfi fjölskyldunnar er stýrt úr ýmsum græjum sem Sigríður er með meðferðis hvert sem hún fer.
 • Sigríður drífur fjölskylduna með sér í LAN leiki nokkur kvöld í hverri viku og bíður gjarnan vinum heim í LAN-partý.
 • Netnotkun heimilisins er eins og hjá meðalstóru fyrirtæki.

Netforeldri 4: Helga hugrakka
Heyrist oft: ,,Hvar er aftur @-merkið, krakkar?”

 • Sér ekki beint mun á word-forritinu eða netvafra.
 • Les fréttir á vefnum og stundum skoðar hún bland.is
 • Notar tölvupóst mikið og skrifar fólki út um alla heim, en þarf oft aðstoð við að setja nýjan contact inn í póstforritið.
 • Fer inn á allar síður í gegnum leit.is.
 • Er mjög ánægð ef krakkarnir kunna meira en hún og trúir öllu sem þau segja um netið.
 • Helga vill ekki að peningum sé eytt í tölvur og telur vírusvarnir og eldveggi vera óþarfa sem ekki eigi að setja pening í.

Netforeldri 5: Jonni jólasveinn
Mottó: ,,Ég þarf ekki á tölvu að halda”

 • Hefur engan áhuga á tölvum.
 • Krakkarnir mega kaupa sér tölvu og fá sér nettengingu, bara ef þau hafa draslið í sínu herbergi.
 • Jonni þarf ekki að nota tölvu í vinnunni.
 • Jonni viðurkennir að þegar krakkarnir tala um allt þetta face space eitthvað hljómi það eins og kínverska í hans eyrum.
 • Að hans mati eru svona tölvukassar harmlausir: ,,Það er jú ekki eins og einhver ófreskja bara stökkvi út úr þessu drasli.”
 • Skilur ekki muninn á veffangi (vefslóð) og netfangi (email).

Netforeldri 6: Hilmar huglausi
Hugsar oft: ,,Ég held að einhver viti lykilorðið mitt”

 • Hefur alltaf þurft að nota netið mikið.
 • Fær næstum alltaf hjartaslag þegar einhver viðvörun kemur á skjáinn.
 • Notar ekki heimabanka af ótta um öryggi sitt.
 • Fær sér strax nýtt Visakort ef hann hefur neyðst til að borga með því á netinu.
 • Bannar börnunum að nota facebook eða aðrar samskiptasíður.
 • Er með sérstaka tölvu á heimilinu sem er nettengd fyrir almenna netnotkun en á henni eru engar persónutengdar upplýsingar, engin gögn vistuð og sérstök nettenging. Í henni má fara í vel valda tölvuleiki á netinu.
 • ER mað aðra tölvu á heimilinu þar sem skóla- og vinnutengd tölvunotkun fer fram, að hluta á netinu en á annarri nettengingu.

Netforeldri 7: Friðrik félagsfúsi
Mottó: “Velkomnir allir, vinir og aðrir”

 • Ef facebook, twitter, youtube, myspace, bland.is og aðrar samskiptasíður væru ekki til, myndi Friðrik búa þær til.
 • Hann á/sér um að minnsta kosti 7 vefsíður.
 • Í sumarbústaðnum, á vinnustaðnum, í félagsheimilinu og að sjálfsögðu á heimilinu er hann með vefmyndavélar sem eru aðgengilegar almenningi.
 • Skype er alltaf opið, chatið á Facebook að sjálfsögðu líka á náttborðinu.
 • Allar upplýsingar og myndir af Friðrik og fjölskyldu eru á netinu.
 • Ef þú ert á fundi með Friðrik máttu vita að áður en fundurinn er hálfnaður er hann búinn að taka mynd og setja á netið.

Netforeldri 8: Elísabet ekkertnet
Mottó: ,,Tölvur og tækni já, netið nei”

 • Ef við leyfum internetinu að þróast mun mannkynið deyja út skv. Elísabetu.
 • Samskiptasíður á netinu eru til þess fallnar að drepa mannleg samskipti segir hún.
 • Elísabet telur að netið sé hannað og þróað til að stjórna fólki.
 • Auk þess telur hún að netið sé bara peningaplokk.
 • Segir að netið og einkalíf fari engan vegin saman.
 • Nýlega sagði Elísabet: ,,Fólk getur bara talað í síma eða auglitis til auglitis (sem er best) eins og forfeður okkar gerðu í stað þess að senda ópersónuleg netskeyti.”

url: http://pb.annall.is/2012-08-29/hvers-konar-net-foreldri-er-eg/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

pb.annáll.is - » Net-börnin okkar @ 29/8/2012 15.26

[...] Hvers konar net-foreldri er ég? · Heim [...]


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli