pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« Hvers konar net-foreldri er ég? · Heim · Hekla – der Vulkan – und wir »

Net-börnin okkar

Pétur Björgvin @ 15.26 29/8/12

Þegar ég sem foreldri fór að horfa í eigin barm sem net-foreldri vöknuðu nokkrar spurningar og fólk sem ég var að ræða þetta við spurði hvort ég gæti ímyndað mér að hægt væri að draga upp álíka myndir af net-börnum. Ég ákvað að láta slag standa og búa til slíkar, algerlega ímyndaðar, myndir. Hvorki er ég unglingur né hef ég kynnt mér ítarlega þær fjölmörgu rannsóknir sem eru til um netnotkun barna. Þær týpur sem hér eru dregnar upp eru því mín ímyndun rétt eins og í færslunni hér á undan um net-foreldri. En týpurnar hafa reynst gagnlegar í umræðu um netnotkun.

Net-unglingur 1: Beggi baranet
Heyrist oft: ,,Ég læri á eftir, er bara smá á netinu.”

 • Beggi er ekki í hádegismat í skólanum því hann vill nota tímann til að vera á netinu í hádeginu.
 • Beggi er ekki í neinu félagsstarfi því þá gæti hann ekki verið eins mikið á netinu.
 • Beggi vaknar jafnvel fyrr á morgnana eða fer seinna að sofa á kvöldin af því að hann þarf að fara á netið.
 • Begga þykja tölvuleikir bara skemmtilegir ef þeir tengjast öðrum í gegnum net/LAN.
 • 10 tímar á dag í netnotkun á frídegi / í sumarfríi er lítil netnotkun hjá Begga.
 • Beggi er með nettengda tölvu opna og á netinu þegar verið er að opna jólapakkana.

Net-unglingur 2: Lalli leikursér
Heyrist oft: ,,Ég var að ná nýju HIGH-SCORE.”

 • Áður en foreldrar Lalla vissu um EVE-online, var Lalli búinn að leika sér þar í tvö ár.
 • Lalli á ALLA tölvuleiki.
 • Ef þú þarft eitthvað svindl til að komast hraðar áfram í einhverjum leik, spurðu Lalla.
 • Lalli hefur oftar en fimm sinnum “gleymt” að fara að sofa og verið í leik alla nóttina.
 • Lalli hefur komið of seint í skóla því hann var að ná nýju HIGH-SCORE.
 • Lalli er byrjaður að úthugsa eigin tölvuleik.

Net-unglingur 3: Finna facebookfrík
Heyrist oft: ,,Vá, ég verð að setja þetta á facebook.”

 • Notar facebook mjög mikið.
 • 10 stöðufærslur á dag
 • Ný prófílmynd 3ja hvern dag
 • Ný fjölskyldutengsl í hverri viku
 • Á a.m.k, 1.700 vini
 • Kann alla leikina sem tengjast facebook

Net-unglingur 4: Olga ofurvarlega
Heyrist gjarnan: ,,Ég þarf aðeins að prufa aftur.”

 • Les allar leiðbeiningar mjög vel.
 • Fer í mismunandi tölvubúðir til að fá upplýsingar.
 • Slekkur alltaf á netinu ef hún er ekki að nota það.
 • Skilur síma og tölvu helst eftir heima – ef hún á slíkt.
 • Talar lítið um tölvur og internet.
 • Kann margt um tölvur og internet betur en nokkur í bekknum, en er ekkert að segja frá því.

Net-unglingur 5: Eggert engin-nauðsyn
Mottó: ,,Ég er ekkert að flýta mér.”

 • Finnst meira gaman að leika sér við aðra en fara í tölvu.
 • Er mikið í íþróttum og/eða tónlistarskóla.
 • Notar netið kannski pínu, svona ,,til að vera með”
 • Á kannski síma, jafnvel tölvu en notar tækin lítið sem ekkert.
 • Finnst eiginlega óþarfi að vera á facebook
 • Er ekki með eigið netfang

Net-unglingur 6: Ágústa áhugalitla
Mottó: ,,Tölvur eru bara fyrir nörda.”

 • Hefur engan áhuga á tölvum.
 • Langar ekki að nota tölvur.
 • Finnst fallegra að handskrifa ritgerð en prenta úr tölvu.
 • Hefur meiri áhuga á því hvað afi og amma gerðu þegar þau voru ung heldur en á tölvum.
 • Finnst leiðinlegt að hlusta á aðra tala um tölvur og internet.
 • Finnst hins vegar allt í lagi að nota tölvur þegar þær gera gagn / vinna fyrir mann, t.d. til að sjá um mjólkurróbót í fjósinu eða þess háttar og er vandvirk þegar hún umgengst slíkar “vinnuvélar”

Net-unglingur 7: Vigfús vandarsig
Heyrist oft: ,,Það þyrfti að forrita þetta betur”

 • Hefur ekki áhuga á leikjasíum á netinu til að leika sér á þeim, heldur til að fatta hvernig þær eru forritaðar.
 • Veit öll lykilorð fjölskyldunnar og vina í bekknum.
 • Ef hann veit ekki lykilorðið þá veit hann um leið framhjá því.
 • Getur hakkað sig inn á vef skólans, íþróttafélagsins og jafnvel víðar.
 • Hefur prufað að skilja eftir lítil forrit á tölvum í skólanum og víðar til að fylgjast með hvað aðrir gera í tölvunum.
 • Enginn fær að nota tölvuna hans, slekkur alltaf á skjánum þegar einhver nálgast.
 • Veit hve netnotkun er mikil alls staðar þar sem hann kemur.
 • Er alltaf með Ipad, snjalltölvu, snjallsíma eða álíka á sér.
 • Kann IP-tölur o.þ.h. utanað

Net-unglingur 8: Solla símastúlka
Heyrist oft: ,,Ertu í Nova eða Vodafone?”

 • Enginn getur sent SMS jafn hratt og hún.
 • Á a.m.k. tvo síma hjá mismunandi símafyrirtækjum.
 • Fer bara á netið í símanum /Ipodinum, nema kannski ef tækin eru “batlow”
 • Á alla hringitóna
 • Geymir fullt af myndum í símunum
 • Dreymir alltaf um flottari síma

url: http://pb.annall.is/2012-08-29/net-bornin-okkar/


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli