pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« Punkt 11 Gottesdienst – 13okt13 · Heim · Kirchenmusik oder Scheune am Ortsrand? »

Konfi-Wiki

Pétur Björgvin @ 15.28 17/10/13

Konfi-Wiki verður haldið í Reutlingen í Þýskalandi þann 22. febrúar 2014. Markmið þessa málþings er að skoða nánar hvernig nýta megi styrkleika æskulýðsstarfsins til að styðja við fermingarstörfin. Þó að málþingið fari fram á þýsku ætti það að geta nýst áhugasömum Íslendingum því að mörg þeirra sem starfa í kirkjunni eru þýskumælandi, auk þess sem skoða mætti með að fá túlk á staðnum :-) Hér á eftir fara nokkrir punktar um þetta málþing.

konfiwiki

Dagurinn er hugsaður fyrir þau sem bera ábyrgð á fermingarstörfunum, hvort heldur það eru prestar, djáknar, æskulýðsfulltrúar eða sjálfboðaliðar. Markmiðið er að fá þátttakendur til að skiptast á skoðunum, frétta hvað gengur vel, fá nýjar hugmyndir og spegla eigin vinnubrögð í vinnubrögðum annarra.

Það er æskulýðsstarf kirkjunnar í Reutlingen sem á frumkvæði að þessu málþingi og er málþingið framkvæmt í samstarfi við æskulýðsstarf kirkjunnar í Württember. Skráning er á www.ejw-bildung.de og er námskeiðið númer 2214004. Þátttökukostnaðurinn eru 2000 krónur sem ætti ekki að vefjast fyrir Íslendingnum. Hins vegar gæti ferðakostnaður og tími sett strik í reikninginn :-(

Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá frá 09:45 til 16:00 og er uppistaðan málstofur (frá 10:15 til 11:15 og frá 14:00 til 15:30) sem og nægur tími til að hitta aðra yfir hádegisverðarborðinu, en dagskráin hefst um morguninn með inngangserindum. Málstofurnar eru sem hér segir (í lauslegri þýðingu):

 • Hvernig tekst að fá fermd ungmenni til að halda áfram í kirkjustarfinu?
 • Hvernig metum við árangur fermingarstarfanna?
 • Hvernig taka fermingarstörfin mið af menningarbakgrunni og umhverfi viðkomandi ungmenna?
 • Hvernig byggjum við upp tengslanet við fermingarbörn og fjölskyldur þeirra? Dugar Facebook?
 • Kostir fermingarfræðslu sem fer fram á heimilum sjálfboðaliða úr söfnuðinum!
 • Dæmi um velheppnaðar guðsþjónustur með virkri þátttöku fermingarbarna!
 • Upplifun og útvist í fermingarstörfunum sem trúartengd reynsla
 • Erfiðir foreldrar og co.
 • Fermingarstörfin og mósaíkfjölskyldur
 • Ungir sjálfboðaliðar aðstoða við fermingarstörfin
 • Ferðalög sem brú milli fermingarstarfanna og æskulýðsstarfsins
 • Guðfræðipælingar með fermingarbörnum – Biblíutal og fleiri aðferðir
 • Þjálfun og námskeið fyrir sjálfboðaliða í fermingarstörfunum
 • Fermingarstörfin frá sjónarhóli fermingarbarnsins
 • Að kynnast kirkjunni frá öðru sjónarhorni
 • Þjálfun fermdra í átt að sjálfboðnu starfi
 • Vegur fermdra til sjálfboðins starfs með fermingarbörnum næsta árgangs
 • Tengsl milli kristinfræðikennslu og undirbúnings fyrir fermingarstörfin í þriðja bekk grunnskóla
 • Hvað getum við lært af Young Life fyrir fermingarstörfin?
 • Einfaldar biblíuþýðingar í fermingarstarfinu
 • Tímasetningar fermingarstarfanna og sjálfboðið starf
 • Fermingarbúðir og ferðalög, kostir og gallar
 • Hvað má fermingarfræðslan kosta?

Viltu vita meira? Velkomið að hringja á skrifstofu ejr, 0049 7121 949960 eða kíkja á vefinn: ejw-bildung.de

url: http://pb.annall.is/2013-10-17/konfi-wiki/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

pb.annáll.is - » Fyrsta árið hjá ejr @ 13/4/2014 07.33

[...] Verkefni hans náði hápunkti með góðri ráðstefnu um fermingarmálin sem ég benti á hér á annál. Staða æskulýðsprests prófastsdæmisins er laus til umsóknar þessa dagana og vonumst við [...]


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli