pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju

« Kvöld í Svarfaðardal · Heim · Að halda andlitinu »

Fjárhagsáætlun ESB 2014

Pétur Björgvin @ 08.36 15/4/14

Fyrir þau sem hafa gaman af tölum: Fjárhagsáætlun ESB fyrir árið 2014 hljóðar upp á 135,5 milljarða Evra. Þar af koma tæplega 20% frá Þýskalandi eða um 27 milljarðar, því Þýskaland eins og öll önnur ESB lönd fjármagna stærstan hluta starfsemi ESB. Þær greiðslur eru í hlutfalli við íbúafjölda og verga landsframleiðslu. Sú fjármögnun er um það bil 3/4 af því fjármagni sem ESB hefur til umráða. Restin kemur aðallega úr tveimur áttum: Annars vegar vegna tolla sem lagðir eru á vörur sem fluttar eru inn til ESB landa frá löndum sem hafa ekki tollasamkomulag við ESB og hins vegar fær ESB fastan hluta af virðisaukaskatti sem innheimtur er í hverju landi fyrir sig. Stærstu útgjöldin snúa að stuðningi við dreifbýlið og þá annars vegar beint vegna landbúnaðar (39%) og hins vegar vegna kerfisuppbyggingar í dreifbýlinu (34%). Þá fara 13% í rannsóknir og tækni, 6% í utanríkismál, 6% í eigin stjórnsýslu og 2% í öryggismál og samstöðumál. [Heimild: Das Parlament, Nr. 16/17, 14. April 2014, bls. 9.]

url: http://pb.annall.is/2014-04-15/fjarhagsaaetlun-esb-2014/


© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli