pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Fjárhagsáætlun ESB 2014

08.36 15/4/14 - 0 ath.

Fyrir þau sem hafa gaman af tölum: Fjárhagsáætlun ESB fyrir árið 2014 hljóðar upp á 135,5 milljarða Evra. Þar af koma tæplega 20% frá Þýskalandi eða um 27 milljarðar, því Þýskaland eins og öll önnur ESB lönd fjármagna stærstan hluta starfsemi ESB. Þær greiðslur eru í hlutfalli við íbúafjölda og verga landsframleiðslu. Sú fjármögnun er um það bil 3/4 af því fjármagni sem ESB hefur til umráða. Restin kemur aðallega úr tveimur áttum: Annars vegar vegna tolla sem lagðir eru á vörur sem fluttar eru inn til ESB landa frá löndum sem hafa ekki tollasamkomulag við ESB og hins vegar fær ESB fastan hluta af virðisaukaskatti sem innheimtur er í hverju landi fyrir sig. Stærstu útgjöldin snúa að stuðningi við dreifbýlið og þá annars vegar beint vegna landbúnaðar (39%) og hins vegar vegna kerfisuppbyggingar í dreifbýlinu (34%). Þá fara 13% í rannsóknir og tækni, 6% í utanríkismál, 6% í eigin stjórnsýslu og 2% í öryggismál og samstöðumál. [Heimild: Das Parlament, Nr. 16/17, 14. April 2014, bls. 9.]

Ný styrktaráætlun: Erasmus fyrir alla

15.20 15/5/12 - 0 ath.

Við sem störfum á vettvangi Evrópu Unga Fólksins (og örugglega fleiri) fylgjumst nú mörg hver spennt með þeirri þróun sem á sér stað varðandi styrki í fræðslu- og menningargeiranum hjá Evrópusambandinu. Ein af hugmyndunum sem er komin langt á veg í meðförum Framkvæmdastjórnar ESB og að hluta hjá Ráðherraráðinu og í undirbúningsumræðum á Evrópuþinginu er styrktaráætlun sem hefur gengið lengi undir vinnuheitinu ERASMUS FOR ALL en allt er breytingum háð. Áfram…

COUNCIL / ÞING sem aðferð í æskulýðsstarfi

21.40 1/5/12 - 0 ath.

KatrinBarbaraÍ mörgum menningarheimum hér áður fyrr var það algengt að sest væri niður í hring til þess að ræða alvöru lífsins og deila hugsunum um hamingjustundir sem og um þær áskoranir sem einstaklingarnir stóðu frammi fyrir. Gjarnan brann eldur í miðjunni og á meðan fundi stóð ríkti jafnræði meðal þeirra sem voru á fundinum. Aðeins einstaklingurinn sem hélt á einhverju sem sumir kalla á ensku í dag „talking stick“ mátti tala. Hlutverk hinna var að hlusta. Í dag er þessa hefð ekki aðeins að finna í ákveðnum menningarheimum sem hafa haldið í þessa gömlu hefð, heldur hrífast sífellt fleiri einstaklingar í „hinum vestræna heimi“ af þeirri andlegu viðleitni (e. spirituality) og menningu sem tengist slíkum fundum. Áfram…

·

© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli