pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Samtals 88 umsóknir frá 20 konum og 25 körlum

14.26 13/6/14 + 3 ath.

Þjóðkirkjan er rík. Fullt af hæfileikaríku fólki er tilbúið að takast á við þær áskoranir sem embætti prestsins hefur að geyma. Á síðustu mánuðum hafa 20 konur og 25 karlar skilað samtals 88 umsóknum um þau tíu embætti sem biskup Þjóðkirkjunnar hefur auglýst laus til umsóknar. Áfram…

Af umsækjendum og embættisveitingum

06.24 5/6/14 - 0 ath.

Um þessar mundir er óvenju mikið af lausum embættum í Þjóðkirkjunni. Ég virðist hafa gert það að sérstöku áhugamáli mínu að fylgjast með kynjahlutfalli í því samhengi og ætla mér að halda því áfram. Í því samhengi hef ég skrifað nokkrar færslur hér á annál. Því skal fram haldið í dag. Áfram…

Þrjár konur, tveir karlar, ein staða auglýst aftur

11.51 4/6/14 - 0 ath.

Síðustu vikur hef ég verið að leika mér að því að fylgjast með kynjahlutföllum í embættisveitingum Þjóðkirkjunnar. Í dag er staðan sú að eitt af embættunum hefur verið auglýst aftur, konur hlotið þrjú embætti og karlar tvö. En leikurinn er rétt að byrja. Áfram…

Tvö – Eitt fyrir konunum

17.11 26/5/14 + 1 ath.

[Uppfært 2. júní]

Það er á engan hátt sanngjarnt gagnvart fólki að flokka það eftir breytunni karl vs kona. Áfram…

Kynjahalli í kirkjunni

16.32 12/5/14 + 2 ath.

Ég er karl. Sem karl hef ég oftar en mér er ljóst átt þátt í því að auka kynjahalla kirkjunnar. Eina sem ég hef stundum þurft að gera var að mæta á fund eða taka að mér hlutverk innan kirkjunnar og viti menn: Körlunum í viðkomandi samhengi fjölgaði og kynjahallinn jókst. Samt finnst mér alveg ágætt að vera karl og ég held að ég sé ágætis karl. Áfram…

Fyrsta árið hjá ejr

07.33 13/4/14 - 0 ath.

Í byrjun apríl 2013 hóf ég störf á æskulýðsskrifstofu prófastsdæmis evangelísku kirkjunnar hér í Reutlingen, Suður-Þýskalandi. Starfsstöðin mín heitir á þýskri tungu Evangelisches Jugendwerk Bezirk Reutlingen og er skammstafað ejr. Nú þegar ég hef lokið fyrsta árinu mínu hér [þau gætu orðið fá eða mörg, aldrei að vita hvað mér dettur í hug, en ég er með ótímabundinn samning] finn ég þörf hjá sjálfum mér að segja örlítið frá starfinu sem ég sinni. Árið hefur verið ánægjulegt í alla staði, áskoranir í starfi hæfilega stórar og starfið veitt mér mörg tækifæri til að kynnast nýjum starfsaðferðum og alls konar fólki, langoftast frábæru fólki. Áfram…

Prestar óskast

07.27 9/4/14 + 10 ath.

Ég er þeirrar skoðunar að mannabreytingar (séu þær ekki of örar) feli í sér fleiri tækifæri fyrir safnaðarstarfið heldur en hindranir. Auðvitað fer það þó hverju sinni eftir aðstæðum. Að öllu jöfnu hafa þó prestaskipti meiri áhrif á starfið í söfnuðunum (á neikvæðan sem jákvæðan hátt) heldur en aðrar mannabreytingar innan kirkjunnar, enda hlutverk prestsins og eðli prestsembættisins svipað skipstjórahlutverkinu ef sækja má myndlíkingu í sjómannastéttina.

Öðru hvoru hef ég bloggað um þetta og þó að ég bloggi nú orðið að jafnaði á einu ári jafnoft og hér áður á þremur dögum, þá ákvað ég að skella inn smá pistli um prestaskiptin þessa dagana. Í augnablikinu eru jú 6 embætti auglýst laus til umóknar (jafn mörg og skipað var í árið 2013) og við vitum að þó nokkur eiga eftir að bætast við. [Hér er gott að hafa í huga að vígðir þjónar kirkjunnar eru í raun sárafáir. Þannig höfðu aðeins 190 vígðir þjónar kosningarétt þegar síðustu biskupskosningar fóru fram á landsvísu 2012.] Um leið eru þetta einu embættin sem hafa verið auglýst það sem af er þessu ári og eiga umsækjendur ýmist að hefja störf 1. ágúst eða 1. september. Þetta er í samræmi við 28. mál síðasta Kirkjuþings (sjá málaskrá) sem var vísað til Kirkjuráðs, en þar er stungið upp á því að fardagar presta séu að hausti, þ.e. laus embætti aðeins auglýst á vordögum og að presta hefji störf í nýjum sóknum á haustin. Áfram…

Konfi-Wiki

15.28 17/10/13 + 1 ath.

Konfi-Wiki verður haldið í Reutlingen í Þýskalandi þann 22. febrúar 2014. Markmið þessa málþings er að skoða nánar hvernig nýta megi styrkleika æskulýðsstarfsins til að styðja við fermingarstörfin. Þó að málþingið fari fram á þýsku ætti það að geta nýst áhugasömum Íslendingum því að mörg þeirra sem starfa í kirkjunni eru þýskumælandi, auk þess sem skoða mætti með að fá túlk á staðnum :-) Hér á eftir fara nokkrir punktar um þetta málþing. Áfram…

Áhyggjur af trúfrelsi

09.39 25/7/13 - 0 ath.

Nú þegar við erum komin 13 ár inn í 21. öldina er staðan sú að í 157 löndum hafa stjórnvöld skert trúfrelsi eða hafnað trúfrelsi með lagasetningum. Þessar lagasetningar hafa mismunandi áhrif á hina ýmsu trúarhópa.

Skrifaði smá pistil um þetta á trú.is.

Embætti Æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar verði endurreist

12.49 20/8/12 + 3 ath.

Að tillögu starfsháttanefndar kirkjunnar var Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar lagt niður um áramótin 1988 / 1989 eftir um það bil 30 ára farsælt starf. Til varð fræðsludeild Biskupsstofu sem ætlað var að sinna æskulýðsstarfinu ásamt fjölda annarra verkefna. Stöðum æskulýðsfulltrúa sem störfuðu á Austurlandi, Norðurlandi og í Reykjavík var breytt í fræðslufulltrúastöður og Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar var lögð niður. Rökin voru meðal annars þau að nú væri fjárhagur sókna orðinn það öflugur að margar sóknir væru farnar að ráða til sín æskulýðsfulltrúa auk þess sem að ÆSKR hefði verið stofnað og þangað ráðinn starfsmaður. Breytt lög um sóknargjöld tryggðu sóknum sjálfstæði í æskulýðsmálum á þeim tíma. Þær forsendur brustu 2009 þegar stjórnvöld hófu að skera niður sóknargjöldin langt umfram það sem ríkisstofnanir urðu að sætta sig við.

Ásamt Magneu Sverrisdóttur skrifa ég aðeins um þetta í pistli sem birtist á trú.is.

Að umbreyta, sætta og efla

11.00 23/6/12 - 0 ath.

Boðun í síbreytilegu samhengi er íslenskt heiti á riti Lúterska heimssambandsins sem kom út hér á landi árið 2006 (hér). Nú er annað rit sambandsins í sömu ritröð komið út: Þjónusta í síbreytilegu samhengi (hér). Bæði ritin hafa sama undirtitil: Að umbreyta, sætta og efla. Áfram…

10 prestar eða 20?

01.08 17/5/12 + 10 ath.

Ég eins og sjálfsagt fleiri veitti því eftirtekt að óvenju mörg prestsembætti hafa verið auglýst upp á síðkastið. Það truflaði mig að ég hafði ekki yfirsýn, gat ekki svarað spurningunni hvað hefðu almennt verið auglýstar margar prestsstöður síðustu ár. Þannig að ég skoðaði málið, hér eru fyrstu frumniðurstöður. (Ekki segja mér að það sé til yfirlitssíða um þetta hjá félagi guðfræðinga eða …). Jú annars, segið mér það og komið með ábendingar. Síðustu ca. 10 ár voru stöðurnar ekki aðeins 10, ekki aðeins 20 heldur rúmlega 100 (auglýstar stöður og aðrar stöðuveitingar samtals). Er það mikið eða lítið?

  1. Áfram…
Forvitni sem lykill að fjölmenningu

08.05 9/5/12 - 0 ath.

Við sem störfum með ungu fólki verðum að spyrja okkur hvort verið geti að við séum á engan hátt undir það búin að búa einstaklinginn undir að takast á við hið framandi og óskiljanlega. Eða hvernig gengur okkur að samsama okkur fjölhyggjusamfélaginu?

Lesa áfram á trú.is.

Æskulýðsstarf kirkjunnar og menntun umsjónarfólks

08.19 4/5/12 - 0 ath.

Gudrun_MagnusBreytt staða kristinfræði í aðalnámskrá grunnskóla hefur bein áhrif á þá starfsþætti kirkjunnar sem snúa að börnum, unglingum og fjölskyldum. Stuðningur við heimilin varðandi skírnarfræðslu barnanna er nú alfarið í höndum kirkjunnar og á starfsfólki hennar hvílir nú sú ábyrgð að geta annars vegar frætt um trú þegar það á við (skólaheimsóknir o.fl.) og hins vegar að geta sinnt fræðslu í trú (sunnudagaskóli o.fl.). Þessar breyttu aðstæður gera enn meiri kröfur til fagmennsku og er hún mér og Magneu Sverrisdóttur, djákna í Hallgrímskirkju, hugleikin í pistli sem birtist í dag á trú.is.

Lesa pistil á trú.is.

Styrkjum æskulýðsstarfið

08.09 4/4/12 - 0 ath.

Í félagi við Magneu Sverrisdóttur, djákna í Hallgrímskirkju, tók ég mig til og skrifaði pistil sem nú er aðgengilegur á trú.is um barna- og unglingastarfið í kirkjunni. Þetta er pistill númer tvö sem við skrifum í félagi og vonandi eigum við eftir að láta meira að okkur kveða á þessum vettvangi:

« Fyrri færslur ·

© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli