pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

60 ár milli yngsta og elsta kjörmanns í Hólastifti

13.22 2/4/12 - 0 ath.

Þar sem Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal lætur af störfum á árinu, er kosið um nýjan vígslubiskup. Kjörskrá vegna vígslubiskupskjörs 2012 var birt í gær, 181 einstaklingur er með kosningarétt, m.ö.0. kjörmenn eru 181. Kynjahlutfall þeirra er innan marka Jafnréttisstefnu kirkjunnar, konur í hópi kjörmanna eru 77 eða 43%, karlar 104 eða 57%. Áhugavert er að tæp 60 ár eru á milli elsta kjörmannsins (fæddur 1925) og þess yngsta (fæddur 1983). Á myndinni hér fyrir neðan má sjá aldurs- og kynjaskiptinguna:

vigslubiskupstreidMyndin er aðgengileg stærri á flickr.com.

Lýðræði, jafnrétti og biskupskjör

11.14 28/3/12 - 0 ath.

legoÁnægjulegt skref hefur verið tekið í átt að lýðræðisvæðingu íslensku þjóðkirkjunnar. Konur og karlar úr röðum formanna og varaformanna sóknarnefnda sem og djáknar hafa bæst í hóp þeirra sem kjósa mega biskup. Þetta er líka jafnréttisskref því að nú eru konur í fyrsta sinn yfir 40% kjörmanna í biskupskosningum.# Hvorutveggja er fagnaðarefni.

Segja má að hér sé um fulltrúalýðræði að ræða. Hinn almenni meðlimur þjóðkirkjunnar kýs á kjörfundi (aðalsafnaðarfundi) fólk til ábyrgðastarfa í sóknarnefnd skv. starfsreglum um sóknarnefndir nr. 28/2011. Sóknarnefnd velur svo úr sínum hópi formann og varaformann. Allt eftir meðlimafjölda í viðkomandi prófastsdæmi hafa nú viðkomandi formenn eða formenn og varaformenn kosningarétt í biskupskjöri. Mikilvægt hlýtur að teljast að þessi lýðræðislegi réttur hinna nýju kjörmanna úr röðum leikmanna sé að fullu virtur og á engan hátt reynt að takmarka þann rétt. Áfram…

Skálholt – staður sem skiptir máli

14.13 24/3/12 - 0 ath.

Ég hef oft dvalið í Skálholti. Einu sinni bjó ég þar m.a.s. í nokkra mánuði. Mér er staðurinn kær. Gott þykir mér innlegg dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar, biskupsframbjóðenda um málefni Skálholts á trú.is í dag. Hann segir m.a.:

Skálholt er staður fegurðar, hrífandi augnhvíla og sunnlensk sjónarrönd, sem verður hvað stórkostlegust þegar regnbogar teikna friðartákn á himininn yfir staðnum.

Ég hvet fólk til að lesa pistil Sigurðar.

Kirkja sem horfir fram á veginn

08.07 9/3/12 - 0 ath.

Sigurdur-Arni

Þjóðkirkjan stendur á tímamótum. Þessa dagana er kosið til embættis biskups Íslands. 500 manns eru í hópi kjörmanna.  Í fyrsta sinn í sögu lands og þjóðar hafa fulltrúar sóknarbarna Þjóðkirkjunnar (sóknarnefndarformenn) kost á því að kjósa biskup. Djáknar kjósa líka í fyrsta sinn.

Kirkjan þarf á öflugum, hæfileikaríkum og sterkum trúarleiðtoga að halda. Í biskupsstól þarf að setjast einstaklingur sem er fær um að vera leiðtogi sátta og sameiningar, manneskja sem hefur metnað til góðra verka, vilja til að laða fram það besta úr þeim  mannauði sem í kirkjunni býr og réttlætiskennd sem slær í takti við þarfir fólksins.

Við, starfandi djáknar í Þjóðkirkjunni sem skrifum undir þessa grein, treystum dr. Sigurði Árna Þórðarsyni til þeirrar mikilvægu og vandasömu þjónustu sem biskup Íslands gegnir. Okkar upplifun af Sigurði Árna er sú að þar fari afskaplega hlýr maður sem veitir fólki og málefnum fulla athygli. Að okkar mati er Sigurður Árni sá prestur sem kirkjan þarf á að halda í biskupssæti sem leiðtogi sátta og sameiningar. Við sjáum fyrir okkur kirkju sem horfir fram á veginn með Sigurð Árna í broddi fylkingar. Við trúum því að viðmót hans, hæfileikar, orðsnilli, skilningur og metnaður skili Þjóðkirkjunni því sem hún þarf til að vaxa og eflast. Við treystum Sigurði Árna til að ganga erinda friðar og leiða kirkjuna með gestrisni til sátta án þess þó að kirkjan tapi stefnu sinni. Þess vegna kjósum við dr. Sigurð Árna Þórðarson, prest í Neskirkju og Kirkjuþingsmann, og hvetjum aðra til þess að kynna sér hvað Sigurður Árni stendur fyrir á kynningarvef stuðningsmanna hans, www.sigurdurarni.is .

4djaknarFjóla Haraldsdóttir, djákni
Gréta Konráðsdóttir, djákni
Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni
Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni

16 ára í sóknarnefnd

10.21 8/3/12 - 0 ath.

Í 53. grein laga# um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997 kemur fram að hver sá sem skráður er í þjóðkirkjuna og er orðinn sextán ára hefur ekki aðeins kosningarétt þegar kemur að kosningu, heldur einnig kjörgengi. Það þýðir að ef þú ert orðinn 16 ára daginn sem aðalsafnaðarfundur fer fram getur þú boðið þig fram í sóknarnefnd.

Um þetta ritum við Magnea Sverrisdóttir, djákni í Hallgrímskirkju, pistil á trú.is.

Trúfrelsi – hverjir taka þátt?

08.11 6/3/12 + 2 ath.

Það vakti athygli mína að Innanríkisráðuneytið stendur fyrir málþingi um trúfrelsi í fyrramálið. Það er gott framtak. En um leið verð ég að viðurkenna að mér þykir miður að fulltrúar minnihlutahópa úr röðum skráðra trúfélaga eru ekki á meðal málshefjanda. Ég hefði haldið að það væri mikilvægt að einmitt þessir minnihlutahópar tækju virkan þátt í umræðunni, en ekki einvörðu fulltrúar minnihlutahópa utan skráðra trúfélaga og þjóðkirkju. Málshefjendur hagsmunahópa eru tveir, annars vegar dr. Hjalti Hugason prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ og Kirkjuþingsfulltrúi, hins vegar Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar og fulltrúi í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Ég tel að ráðuneytinu hefði verið sómi af því að bjóða a.m.k. tveimur fulltrúum ólíkra minnihlutatrúarhópa að vera með erindi, t.d. úr hópi Búddistafélags Íslands og frá Félagi Múslíma á Íslandi svo dæmi af handahófi séu nefnd. Hér verður að gæta jafnræðis þykir mér.

Sjá auglýsingu á vef ráðuneytisins.

1/3 biskupsatkvæða í stóru prófastsdæmunum þremur

14.10 28/2/12 + 4 ath.

502 einstaklingar hafa kost á því að skila inn kjörseðli í biskupskosningum Þjóðkirkjunnar í marsmánuði. Eins og víða hefur komið fram eru þessar kosningar einstakar í sögu Þjóðkirkjunnar, m.a. vegna þess að nú fá formenn sóknarnefnda í fyrsta sinn að kjósa biskup. Leikmenn eru nú 64% kjörmanna, en svo nefnast þau sem mega kjósa. Áhugavert er að rýna í kjörskrána, en ný og endurbætt kjörskrá var birt á kirkjan.is fyrir nokkrum dögum. Vinsamlegast athugið að í gögnunum hér á eftir er um óyfirfarnar, fyrstu niðurstöður að ræða.

Áfram…

58 atkvæði í biskupskjöri í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum

16.46 15/2/12 - 0 ath.

Framundan eru biskupskosningar. Tæplega 500 manns af landinu öllu munu ganga að kjörborðinu, eða réttara sagt koma kjörseðli sínum í póst. Þar á meðal eru 58 einstaklingar sem búsettir eru í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, 34 karlar og 24 konur. Rúm 11% atkvæðanna eru semsagt hér í prófastsdæminu, en 10,5% þeirra einstaklinga 16 ára og eldri á landinu sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna búa á þessu svæði. Við ættum því að geta vel við þetta atkvæðamagn unað, þó vissulega heyrist margar raddir um að allt Þjóðkirkjufólk eigi að fá að kjósa.

Ég á pistil um þetta á Akureyri.net.

Nákvæmlega – Ísland er ekki samhengislaust

12.52 14/2/12 - 0 ath.

Mér líkar það þegar fólk setur okkur hér heima á Fróni í alþjóðlegt samhengi. Þá er ég ekki að tala um að litið sé á okkur sem kálf sem þarf að komast á spena hjá einhverri mjólkandi kýr. Að setja okkur í samhengi í mínum huga er að sjá að við höfum margt að gefa, en að við kunnum líka að læra af þeim sem hafa prufað og reynt áður það sem við erum nú að ganga í gegnum.

Mér líkar þegar Sigurður talar um stórar víddir.

Siglt á ný mið með biskup við stýrið sem er traustsins verður

22.26 11/2/12 - 0 ath.

sath3Við í kirkjunni þurfum að taka örugg skref til framtíðar. Á slíkum tíma vil ég hafa einstakling við stýrið sem ég treysti til þess að sigla í gegnum öldurnar á ný mið. Þess vegna styð ég dr. Sigurð Árna.

Bréfið er farið!

Kirkjan með athyglisbrest?

08.40 4/2/12 - 0 ath.

Dr. Sigurður Árni Þórðarson spyr í gærkvöldi á kosningasíðuna sinni:

Er kannski athyglisbrestur einn meginvandi okkar kirkju? Áfram…

Vangaveltur um vígslubiskupskjör

23.22 1/2/12 - 0 ath.

Ég hef aldrei kosið biskup né vígslubiskup. Kannski er það þess vegna sem ég hef heldur aldrei velt fyrirkomulaginu neitt sérstaklega fyrir mér. En í kvöld settist ég aðeins niður, skoðaði 3. gr. starfsreglna nr. 18/2011 og sýnist að hátt í 200 manns gætu verið á kjörskrá fyrir vígslubiskupskjörið á Hólum í vor. Það er nokkru stærri hópur en ég átti von á.

Áfram…

Karlar 58% þeirra sem kjósa biskup.

22.10 1/2/12 + 6 ath.

Kjörstjórn við biskupskosningu hefur, í samræmi við starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 1108/2011, samið kjörskrá vegna kjörs biskups Íslands. Á kjörskrá eru 492. Kjörskráin var birt á kirkjan.is. Ég tók mig til og rýndi aðeins í kjörskrána. Við þá rýnivinnu studdist ég við þau gögn sem lágu fyrir þann 1. febrúar 2012. Þar sem ég greini gögnin að hluta til eftir prófastsdæmum er vert að minna á að í þessum kosningum er landið eitt kjördæmi.

Áfram…

Ég gleðst yfir kirkjunni minni

08.14 30/1/12 - 0 ath.

Vel má vera að ég ætti að velta vöngum yfir þeim sem hafa horfið úr þjóðkirkjunni síðustu 110 ár. 10% þjóðar hvarf á síðustu öld. 10% þjóðar hvarf á síðasta áratug.  En svo uppgötvaði ég að þrátt fyrir það, þá elska ég þessa þjóðkirkju enn jafn heitt. Og því ákvað ég að tjá henni ást mína og hrópa svo allir heyri: YES, þjóðkirkja.

Vinsemd og virðing

00.02 29/1/12 - 0 ath.

Ég vil trúa því að samtal þeirra sem eru í kjöri til biskups verði litað af vinsemd og virðingu. Sigurður Árni slær einmitt þann takt í bloggfærslu kvöldsins. Takk!

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli