pb.annáll.is

AnnállAkureyrarAkademíanDeutschEvrópa Unga FólksinsJólKirkjanPersónur og leikendurÚr Glerárkirkju
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

AkureyrarAkademían – þar sem listir, menning og fræði mætast

Pétur Björgvin @ 09.06 20/8

Í hugum margra, bæði heimamanna og annarra, er Akureyri skólabær enda setja menntastofnanirnar sterkan svip á menningarlíf bæjarins. Tilkoma AkureyrarAkademíunnar árið 2006 jók enn á þessa ímynd. Með henni bættist enn einn kosturinn við í þá menningar- og menntaflóru sem bærinn býður. AkureyrarAkademían er daglegt heiti Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi. Tæplega 60 manns hafa haft aðstöðu til lengri eða skemmri tíma í húsnæði AkureyrarAkademíunnar, gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99. Félagið hefur staðið fyrir fjölda viðburða og þinga auk um sjötíu fyrirlestra, en Fimmtudagsfyrirlestrar AkureyrarAkademíunnar eru nú vel þekktir sem vettvangur þverfaglegs samtals. Þar hefur rými skapast fyrir fræðahugsun sem nær út fyrir ramma einstakra skóla eða stofnanna. Það er mjög í takti við markmið félagsins um að vera aflvaki fræðilegra rannsókna og miðlunar þeirra.

Lesa aðsenda grein á vef Akureyri-vikublaðs (Greinin birtist í 31.tbl. 2.árg. 16. ágúst 2012, bls. 13.)

60 ungmenni í mannréttindafræðslu

Pétur Björgvin @ 11.27 23/7

Það var í senn áhugavert og skemmtilegt að fá að taka þátt í mannréttindafræðsluverkefni með 60 ungmennum frá Eistlandi, Finnlandi, Íslandi og Þýskalandi í gær í Glerárkirkju. Að sjálfsögðu notuðum við verkefni úr Kompás – Handbók Evrópuráðsins í mannréttindafræðslu með ungu fólki – og ég skemmti mér konunglega!

Sjá nánar í pistli á glerarkirkja.is.

FRUMRAUN – ELDRAUN – RAUN

Pétur Björgvin @ 16.45 28/6

Guð brosti.
Hún var ánægð.
Sköpunin fullkomin.
Jörðin dásamleg.

Konunni og karlinum
fól hún jörðina.
Gætið hennar vel,
hún er einstök.

Guð grét.
Hann var svekktur.
Sköpunin svívirt.
Hrokinn alsráðandi.

Karlinum og konunni
fól hann örkina.
Gætið hennar vel,
hún þarf að fljóta.

Guð brosti.
Hún var vongóð.
Regnboginn fullkominn.
Jörðin með framtíð.

Konunni og karlinum
fól hún jörðina.
Gætið hennar vel,
hún er sjálfbær.

Guð grét.
Hann var hryggur.
Manneskjan svívirt.
Græðgin alsráðandi.

Karlarnir og konurnar
gerðust lærisveinar.
Kallið skýrt:
Fylgið mér.

Guð brosti.
Hún var upprisin.
Syndin afmáð.
Sigurinn unninn.

Konunum og körlunum
fól hún kirkjuna.
Vandið ykkur nú,
hún er allt sem ég á.

Guð grætur.
Hjarta hennar kramið.
Börn fótum troðin.
Egóið eitt tilbeðið.

Karlarnir og konurnar
heyra ekki kallið lengur.
Engin örk.
Enginn kross.

Enginn sáttmáli …

———

(Ort eftir lestur um Ríó+20).

Að umbreyta, sætta og efla

Pétur Björgvin @ 11.00 23/6

Boðun í síbreytilegu samhengi er íslenskt heiti á riti Lúterska heimssambandsins sem kom út hér á landi árið 2006 (hér). Nú er annað rit sambandsins í sömu ritröð komið út: Þjónusta í síbreytilegu samhengi (hér). Bæði ritin hafa sama undirtitil: Að umbreyta, sætta og efla. Áfram…

Bald hat Island zwei neue Bischöfinnen

Pétur Björgvin @ 10.47 21/6

Bischöfe gab es fast immer in Island. Mindestens seit dem Jahr 1056. Sie waren immer Männer. Genau, Bischöfe, keine Bischöfinnen.

Bischöfe gab es fast immer auf der Welt. Mindestens seit dem Jahr 56 oder so. Sie waren immer Männer. Genau, Bischöfe, keine Bischöfinnen. Áfram…

Gömul ferðasaga

Pétur Björgvin @ 14.47 3/6

HelenaRut

Hef þörf fyrir að endurupplifa ferð sem ég fór í til Frakklands fyrir margt löngu.  Ákvað að endurupplifa hana með því að segja frá henni hér.Ferðin hófst eiginlega laugardaginn 8. ágúst 1998.  En þann dag pökkuðum við (Pétur, Regina, Samuel og Helena) dótinu okkar í bílinn og ókum til Munsingen.  Við eyddum svo laugardeginum og hluta af sunnudeginum í það að raða í hillur og skúffur í hjólhýsið hans tengdapabba.  Um sjöleytið á sunnudagskvöldinu ókum við svo af stað.  Leiðin lá þvert yfir suðurþýsku alpana til landamæranna við Schaffhausen og þaðan framhjá Zurich í gegnum Bern til Genf. Frá Genf lá leiðin til Grenouble og þaðan svo í áttina til Cannes (sem er jú þekkt fyrir kvikmyndahátíðina).  Klukkan 11 á mánudagsmorgninum vorum við svo komin á leiðarenda:  Í nágrenni lítils þorps sem heitir Montpezat við vatn sem heitir Lac St. Crox í hinu þekkta Verdon-gljúfri settumst við að á tjaldstæði sem heitir Coteau de la Marine.  Þetta er heilmikið túristasvæði og þarna dvöldum við í eina viku. Ég fór meðal annars í eins dags göngu og hjólreiðaferð með Hartmut.  Við lögðum upp klukkan átta um morguninn og ókum fyrst í uþb eina klukkustund að þeim stað þar sem við ætluðum að enda gönguna.  Þar læstum við hjólunum okkar við staur og ókum uþb 16 km til baka.  Þar lögðum við bílnum við fjallakofa frönsku alpafélaganna sem heitir “Challet du Marlene” og lögðum af stað.  Fyrstu 45 mínúturnar liggur leiðin frá þessum fjallakofa niður að fljótinu Verdon.  Á þessum 45 mínútum lækkar maður sig uþb um 200 hæðametra.  Þá liggur leiðin upp með fljótinu (yfirleitt er fólki ráðlagt að ganga niður með fljótum en einmitt á þessum vegi eru allir sammála um að það sé um að gera að labba upp í móti til þess að þurfa ekki að labba þessa 200 hæðametra í einu yfirleitt í steikjandi sól.  Hitinn þennan dag við fjallakofann var 34 gráður á Celsíus en það var eitthvað kaldara í skugganum niður í gilinu (kannski 25 gráður). Áfram…

10 prestar eða 20?

Pétur Björgvin @ 01.08 17/5 + 10 ath.

Ég eins og sjálfsagt fleiri veitti því eftirtekt að óvenju mörg prestsembætti hafa verið auglýst upp á síðkastið. Það truflaði mig að ég hafði ekki yfirsýn, gat ekki svarað spurningunni hvað hefðu almennt verið auglýstar margar prestsstöður síðustu ár. Þannig að ég skoðaði málið, hér eru fyrstu frumniðurstöður. (Ekki segja mér að það sé til yfirlitssíða um þetta hjá félagi guðfræðinga eða …). Jú annars, segið mér það og komið með ábendingar. Síðustu ca. 10 ár voru stöðurnar ekki aðeins 10, ekki aðeins 20 heldur rúmlega 100 (auglýstar stöður og aðrar stöðuveitingar samtals). Er það mikið eða lítið?

  1. Áfram…
Die Elfen ziehen um

Pétur Björgvin @ 11.59 16/5

alfarIch habe einigen Freunden versprochen eine Literaturliste zum Thema Elfen, Trolle, „Hidden people“ in Island zusammenzustellen. Habe dann aber entdeckt das Jemand sich die Mühe schon gemacht hat und einiges ins Wikipedia geschrieben: http://en.wikipedia.org/wiki/Hulduf%C3%B3lk mit einer rießigen Referenzliste.

Aber für Interessierte dann gibt es was Neues aus Island zu berichten. Vor 2 Jahren war Arni Johnsen unterwegs in der Nähe von Reykjavik. Arni ist in Island bekannt u.a. weil er Musiker ist, aber auch weil er Politiker ist, der seit vielen Jahren im Isländischen Parliament sitzt. Áfram…

Ný styrktaráætlun: Erasmus fyrir alla

Pétur Björgvin @ 15.20 15/5

Við sem störfum á vettvangi Evrópu Unga Fólksins (og örugglega fleiri) fylgjumst nú mörg hver spennt með þeirri þróun sem á sér stað varðandi styrki í fræðslu- og menningargeiranum hjá Evrópusambandinu. Ein af hugmyndunum sem er komin langt á veg í meðförum Framkvæmdastjórnar ESB og að hluta hjá Ráðherraráðinu og í undirbúningsumræðum á Evrópuþinginu er styrktaráætlun sem hefur gengið lengi undir vinnuheitinu ERASMUS FOR ALL en allt er breytingum háð. Áfram…

Forvitni sem lykill að fjölmenningu

Pétur Björgvin @ 08.05 9/5

Við sem störfum með ungu fólki verðum að spyrja okkur hvort verið geti að við séum á engan hátt undir það búin að búa einstaklinginn undir að takast á við hið framandi og óskiljanlega. Eða hvernig gengur okkur að samsama okkur fjölhyggjusamfélaginu?

Lesa áfram á trú.is.

Æskulýðsstarf kirkjunnar og menntun umsjónarfólks

Pétur Björgvin @ 08.19 4/5

Gudrun_MagnusBreytt staða kristinfræði í aðalnámskrá grunnskóla hefur bein áhrif á þá starfsþætti kirkjunnar sem snúa að börnum, unglingum og fjölskyldum. Stuðningur við heimilin varðandi skírnarfræðslu barnanna er nú alfarið í höndum kirkjunnar og á starfsfólki hennar hvílir nú sú ábyrgð að geta annars vegar frætt um trú þegar það á við (skólaheimsóknir o.fl.) og hins vegar að geta sinnt fræðslu í trú (sunnudagaskóli o.fl.). Þessar breyttu aðstæður gera enn meiri kröfur til fagmennsku og er hún mér og Magneu Sverrisdóttur, djákna í Hallgrímskirkju, hugleikin í pistli sem birtist í dag á trú.is.

Lesa pistil á trú.is.

COUNCIL / ÞING sem aðferð í æskulýðsstarfi

Pétur Björgvin @ 21.40 1/5

KatrinBarbaraÍ mörgum menningarheimum hér áður fyrr var það algengt að sest væri niður í hring til þess að ræða alvöru lífsins og deila hugsunum um hamingjustundir sem og um þær áskoranir sem einstaklingarnir stóðu frammi fyrir. Gjarnan brann eldur í miðjunni og á meðan fundi stóð ríkti jafnræði meðal þeirra sem voru á fundinum. Aðeins einstaklingurinn sem hélt á einhverju sem sumir kalla á ensku í dag „talking stick“ mátti tala. Hlutverk hinna var að hlusta. Í dag er þessa hefð ekki aðeins að finna í ákveðnum menningarheimum sem hafa haldið í þessa gömlu hefð, heldur hrífast sífellt fleiri einstaklingar í „hinum vestræna heimi“ af þeirri andlegu viðleitni (e. spirituality) og menningu sem tengist slíkum fundum. Áfram…

Fótbolti, Úkraína og mannréttindi

Pétur Björgvin @ 21.11 28/4 + 2 ath.

timoschenko

Ég er ánægður með Sigmar Gabriel sem fer fyrir SPD í Þýskalandi hvað það varðar að hann hefur nú hvatt alla stjórnmálamenn til þess að fara ekki á EM í fótbolta í Úkraínu. (Sjá tagesschau.de). Hann bendir réttilega á að það að sitja með ráðamönnum frá Úkraínu og horfa á fótboltaleik jafngildi opinberu samþykki á framferði stjórnvalda í Úkraínu og meðhöndlun þeirra á Julíu Timoschenko. Áfram…

Styrkjum æskulýðsstarfið

Pétur Björgvin @ 08.09 4/4

Í félagi við Magneu Sverrisdóttur, djákna í Hallgrímskirkju, tók ég mig til og skrifaði pistil sem nú er aðgengilegur á trú.is um barna- og unglingastarfið í kirkjunni. Þetta er pistill númer tvö sem við skrifum í félagi og vonandi eigum við eftir að láta meira að okkur kveða á þessum vettvangi:

60 ár milli yngsta og elsta kjörmanns í Hólastifti

Pétur Björgvin @ 13.22 2/4

Þar sem Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal lætur af störfum á árinu, er kosið um nýjan vígslubiskup. Kjörskrá vegna vígslubiskupskjörs 2012 var birt í gær, 181 einstaklingur er með kosningarétt, m.ö.0. kjörmenn eru 181. Kynjahlutfall þeirra er innan marka Jafnréttisstefnu kirkjunnar, konur í hópi kjörmanna eru 77 eða 43%, karlar 104 eða 57%. Áhugavert er að tæp 60 ár eru á milli elsta kjörmannsins (fæddur 1925) og þess yngsta (fæddur 1983). Á myndinni hér fyrir neðan má sjá aldurs- og kynjaskiptinguna:

vigslubiskupstreidMyndin er aðgengileg stærri á flickr.com.

« Fyrri færslur   Næstu færslur »

© pb.annáll.is · Færslur · Ummæli